Átakið “Sókn er besta vörnin” heldur áfram og hvetjum alla til að taka þátt.

Norðurlandamót skákfélaga á netinu (Nordic Internet Club Cup) fer fram dagana 9.-13. apríl nk. á Chess.com. Það er Skáksamband Íslands sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við hin norrænu skáksamböndin og Chess.com.

Nú þegar eru fjölmörg erlend lið skráð.

Tefldar eru sjö umferðir páskafrídagana fimm (Skírdagur til annans í páskum). Tímamörkin eru 10+3. Tekur taflmennskan um 1-2 klukkustundir dag hvern.

Hvert félag getur stillt upp 12 manna hópi í upphafi móts. Í hverri umferð tefla sex skákmenn. Hámark er að þrír keppendur utan Norðurlandanna tefli með í hverri umferð.

Skráningarfrestur er til 6. apríl nk.


Dagskráin hjá Team Iceland  í þessari viku

Á mánudaginn verður Páskamót Vinaskákfélagsins. Verðlaun verða í formi Demants áskriftaraðgangs á Chess.com. Titilhafar sem vinna til verðlauna geta tilnefnt einhvern eða gefið þau eftir til næsta manns. Verðlaunin skiptast þannig:

  1. sæti 4 mánuðir
  2. sæti 3 mánuðir
  3. sæti 2 mánuðir
  • Efsti Grænlendingur 2 mánuðir
  • Undir 2000 stig 2 mánuðir
  • Undir 1800 stig 2 mánuðir

Á þriðjudaginn fer fram Þriðjudagsmót að hætti TR-inga og á miðvikudaginn verður Arena mót 3+2.

Ekkert mót er á dagskrá á fimmtudaginn (9. apríl). Áhugasamir mótshaldarar geta fengið aðgang til að halda mót þann dag.

Föstudaginn 3. apríl kl. 20:00 fer svo fram leifturskákmót á vegum Víkingaklúbbsins. Tefldar verða 1+0 skákir með Arena fyrirkomulagi í 90 mínútur.

Mótin eru opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!


DAGSKRÁIN VIKUNA 6. – 12. APRÍL


MÁNUDAGINN 6. APRÍL KL. 19:30

Páskamót Vinaskákfélagsins. 9. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma

ÞRIÐJUDAGINN 7. APRÍL KL. 19:30

Þriðjudagsmót (TR). 15+5 4 umferðir

MIÐVIKUDAGINN 8. APRÍL KL. 19:30

Hraðskákmót 3+2. Arena mót í 2 klukkutíma

FIMMTUDAGINN 9. APRÍL KL. 19:30

Laust fyrir áhugasama mótshaldara.

  • Tengill:
FÖSTUDAGINN 10. APRÍL KL. 20:00

Leifturskákmót Víkingaklúbbsins. 1+0 skákir í 90 mínútur (Arena mót)

Tengill: https://www.chess.com/live#r=179105


HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tenglar á mótin eru hér að ofan, en þá má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótin hefjast.


HVATNING TIL SKÁKFÉLAGA OG LEIÐBEININGAR FYRIR MÓTSHALDARA

Forráðamenn félaga og aðrir skákfrömuðir eru hvattir til þess að kynna sér hvernig mótshald á Chess.com gengur fyrir sig. Það er alls ekki flókið að halda netmót og vel mögulegt að búa til allskonar hópa og halda ýmiskonar mót. Sem dæmi geta félög teflt liðakeppni (sbr. LCWL), eða haldið mót fyrir ákveðna aldurshópa (með því að nota skráningarform og búa til sérstakan hóp), styrkleikahópa o.s.frv..

Chess.com tók saman mjög góðar leiðbeiningar um efnið: https://www.chess.com/article/view/how-to-run-chess-events-online

Það er meira en sjálfsagt mál að aðstoða þá sem vilja halda viðburði á netinu. Slíkum beiðnum er hægt að koma á framfæri á skaksamband@skaksamband.is.

- Auglýsing -