Þeir 10 skákmenn sem hafa náð því að vera stigahæstir Íslendinga

Ný alþjóðleg skákstig komu út þann 1. júlí. Vignir Vatnar Stefánsson er í fyrsta sinn stigahæstur íslenskra skákmanna en hann er aðeins sá 10. í sögunni sem kemst á topp listans.

TOPP 20

Ekki nóg með að Vignir (2500) hafi náð efsta sætinu þá lagaði hann þá stöðu að Íslendingar áttu ekki skákmann yfir 2500 stigum. Þegar þetta er skrifað hefur Vignir nælt sér í 13 stig á skákmóti í Tékklandi þannig að 2500 stiga gólfið er öruggt eins og er. Lítil breyting varð hjá öðrum af efstu mönnum.

NÝLIÐAR

Allir nýliðar mánaðarins eru yngri en 20 ára. Halldóra Jónsdóttir  (1606) 11 ára kemur inn stigahæst af þeim.

HÆKKUN

Óttar Örn Bergmann Sigfússon  (1778) hækkaði mest í mánuðinum eða um 92 stig.

STIGAHÆSTU SKÁKKONUR LANDSINS

Olga Prudnykova  (2268) er áfram stigahæsta skákkona landsins. Stærsta stökkið í mánuðinum tók Iðunn Helgadóttir (1916) sem fór upp um 4 sæti í 8. sæti með 68 stiga hækkun.

STIGAHÆSTU UNGMENNI (U20)

Alexander Domalchuk-Jonasson (2386) er stigahæsta ungmenni landsins en hann jók forskotið á Benedikt Briem (2148) um 6 stig í mánuðinum. Benedikt Þórisson (2057) fór upp í 3. sætið úr því 5. með góðum árangri í mánuðinum.

STIGAHÆSTIR Á VISKUALDRINUM (65+)

Á hinum svokallaða viskualdri hefur Helgi Ólafsson (2466) forystu og það er spurning hvort hann bæti enn í forskotið þar á næstu misserum hafandi meiri tíma til þess að einbeita sér að taflmennsku.

REIKNUÐ MÓT

13 skákmót voru reiknuð til stiga í mánuðinum þar af 2 kappskákmót, Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og fyrsta Sumarsyrpa TR.

- Auglýsing -