Gull og silfur Vignir Vatnar Stefánsson og Alexandr Domalchuk-Jónasson báru af í efsta flokki á NM í skólaskák. — Ljósmynd/Helgi Ólafsson

Gengi íslensku keppandanna í sjöttu umferð á opna Festival Internacional de Ajedrez Ciudad de Gáldar 2024 á Kanaríeyjum var mjög gott. Annan daginn í röð fengu íslensku keppendurnir þrjá vinninga af fjórum mögulegum og engin tapskák!

Vignir Vatnar Stefánsson var fyrir umferðina efstur af Íslendingunum með 4,5 vinning af 5 mögulegum. Dagur Ragnarsson,Alexsander Oliver Mai og Aleksandr Domalchuk-Jonasson máttu vel við una með 3,5 vinninga af 5 og voru allir í beinni í sjöttu umferð.

Í sjöttu umferðinni hafði Vignir hvítt og mætti armenskum stórmeistara og, Karen Movziszian. Karen hefur teflt á Íslandi í deildakeppninni og hefur mikla reynslu í stöðum með skáksettan biskup sem hann teflir með báðum litum. Skyldu þeir jafnir og náði Vignir ekki að ógna stöðu Movziszian svo vera skyldi.

Aleksandr Domalchuk-Jonasson náði sér í seiglusigur gegn V Kumar (2214) frá Indlandi. Miðtaflið var mikil stöðubarátta og Aleksandr náði ekki að knésetja Indverjann fyrr en hann skipti upp á drottningum sem hleypti svarta hróknum inn í svörtu stöðuna að vinna mann.

Sama saga var í raun upp á teningnum hjá Degi. Hann þurfti að kreysta vinninginn fram í endataflinu gegn Floris Golbach (2030) í drottningarbragði með svörtu mennina.

Alexander Oliver Mai gerði jafntefli með svörtu við kúbverskan alþjóðlegan mesitara og tefldi mjög traust.

Vignir heldur efsta sætinu en skákmennirnir eru nú sjö sem deila því með 5 vinninga af 6. Í 7. umferð hefur Vignir svart gegn mjög hættulegum ungum hollenskum stórmeistara, Tomas Beerdsen (2509). Alekandr og Dagur mæta báðir alþjólegum meisturum en hafa báðir hvítt. Alexander Oliver teflir niður fyrir sig, við 1900 stiga Spánverja.

- Auglýsing -