Þriðja umferð Ólympíuskákmótsins hefst kl. 13:15 í dag! Andstæðingarnir í opnum flokki eru Dóminíska lýðveldið en Mósambík í kvennaflokki.
Opinn flokkur
Lið Dóminíska lýðveldið skipa tveir alþjóðlegir meistarar og þrír FIDE-meistarar.
Þeir eru því sýnd veiði en ekki gefin. Gerðu betur en við á móti Miðbaugs-Gíneu. Náðu þar 3½ vinningi en við aðeins þremur!
Guðmundur Kjartansson kemur aftur inn í liðið í dag. Hannes Hlífar hvílir.
Kvennaflokkur
Liðið í kvennaflokki mætir sveit Mósambík sem er það 121. sterkasta á pappírnum. Þær hafa tvo titilhafa í liðu sínu og hafa allar skákstig nema varamaðurinn. Þær eru mun sterkari en sveit bresku Jómfrúareyjanna sem við mættum í fyrstu umferð.
Þær mósambíkstu mættu b-sveit Ungverjalands í fyrstu umferð – en að þessu sinni gerðum við betur því heimamenn unnu þá viðureign 4-0.
Guðrún Fanney Briem kemur aftur inn í liðið en Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hvílir.