Íslensku sveitirnar á Ólympíuskákmótinu í Búdapest töpuðu báðar í 2. umferð Ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag.
Liðið í opnum flokki tapaði 0-4 fyrir ofursveit Indverja. Það þurfti áskorandann Gukesh til að stöðva ótrúlegt gengi Vignirs Vatnars á efsta borði.
Það var vitað fyrirfram að þessi viðureign yrði erfið og svo reyndist raunin.
Sveitin í opnum flokki ásamt Helga liðsstjóra – Mynd: HHS
Sveitin í kvennaflokki gerði betur en strákarnir. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir gerði jafntefli en aðrar skákir töpuðust.
Fram til sigurs – áfram Ísland!
- Auglýsing -