Íslensku sveitirnar á Ólympíuskákmótinu í Búdapest unnu báðar í þriðju umferð Ólympíuskákmótsins sem fram fór fyrr í dag.
Liðið í opnum flokki vann afar góðan 4-0 sigur á Dómíníska lýðveldinu. Vignir Vatnar Stefánsson, Guðmundur Kjartansson, Hilmir Freyr Heimisson og Helgi Áss Grétarsson unnu allir. Vignir sýndi af sér ótrúlega seiglu þegar hann fyrst breytti tapaðri stöðu í jafnteflisstöðu og síðar í vinningsstöðu! Reynsluboltinn Hannes Hlífar Stefánsson hvíldi í dag.
Í kvennaflokki vannst sigur á Mósambík með minnsta mun. Lenka Ptácníková og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttur unnu, Iðunn Helgadóttir gerði jafntefli en Guðrún Fanney Briem tapaði. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hvíldi í dag.
Fjórða umferð hefst kl. 13:15 á morgun.
Fram til sigurs – áfram Ísland!