Fimmta umferð Ólympíuskákmótsins hefst kl. 13:15 í dag! Andstæðingarnir í opnum flokki er Búlgaría en Madagaskar í kvennaflokki.

Opinn flokkur

Íslenska liðið hefur þar til í dag ekki mætt neinu Evrópuliði en það kom að því loksins.

Búlgaríumenn eru grjótharðir þótt að Topalov sé ekki með þeim.  Hinir kunnu meistarar Ivan Cheparinov og Arkadij Naidtisch tefla á 1. og 2. borði.  Búlgarar eru nr. 24 í stigaröð liða en til samanburðar eru Íslendingar nr. 46.

Helgi Áss kemur inn í liðið að nýju en Hilmir Freyr sest á varamannsbekkinn í fyrsta skipti. Hafa þá allir liðsmenn hvílt einu sinni.

Kvennaflokkur

Liðið í kvennaflokki mætir sveit Madagaskar.

Sveitin er sú 105 í stigaröð liða en til samanburðar er íslenska liðið það 72. sterkasta. Í liðinu eru titilhafar á 1. og 2. borði.

Guðrún Fanney Briem kemur inn í liðið í dag. Hallgerður Helga hvílir í fyrsta skipti í dag.

 

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -