Það hefur gengið upp og niður hjá íslensku keppendunum í Kragerö og fæstir þeirra höfðu átt gott mót fyrir umferð gærdagsins. Það gekk þó mun betur í gær en hina dagana tvo. Vinningarnir streymdu í hús hjá íslensku keppendum sem hafa flestir færst upp töfluna. Lokaumferðin er nú í gangi og tökum við út árangurinn hjá Íslendingunum að henni lokinni.
Tveir Íslendingaslagar fara fram. Annars mætast Jokko og Davíð Kjartansson og hins tefla Gauti Páll og Bárður Örn.

Staða íslensku keppendanna eftir átta umferðir af níu er sem hér segir:
A-flokkurinn
- 16.-25. GM Helgi Áss Grétarsson (2403) og Hilmir Freyr Heimisson (2250) 5 v.
- 26.-38. IM Davíð Kjartansson (2356) og FM Jón Kristinn Þorgeirsson (2269) 4½ v.
- 39.-54. FM Vignir Vatnar Stefánsson (2323) og Stefán Bergsson (2172) 4 v.
- 55.-71. CM Bárður Örn Birkisson (2186), Guðni Stefán Pétursson (2026) og Gauti Páll Jónsson (2027) 3½ v.
B-flokkurinn
Héðinn Briem (1672) hefur 4 vinninga, Þórður Guðmundsson (1553) 3½ vinning og Erlingur Jensson (1611) hefur 3 vinninga.
Umferðirnar hefjast kl. 09:15 og 14.45
- Auglýsing -













