Íslandsmót öldunga 65+ í skák verður haldið á Akureyri dagana 26. maí til 1. júní 2019. Teflt verður í menningarhúsinu Hofi.  Teflt verður samhliða Icelandic Open – Íslandsmótinu í skak.

Tefldar verða sjö umferðir á mótinu.

Dagskrá:

 • Sunnudagur 26. maí        kl. 17.00     1. umferð
 • Mánudagur 27. maí        kl. 15.00     2. umferð
 • Þriðjudagur 28. maí        kl. 15.00     3. umferð
 • Miðvikudagur 29. maí    kl. 15.00     4. umferð
 • Fimmtudagur 30. maí     kl. 15.00     5. umferð
 • Föstudagur 31. maí         kl. 15.00     6. umferð
 • Laugardagur 1. júní        kl. 11.00     7. umferð
 • Laugardagur 1. júní        kl. 18.00     Lokahóf og verðlaunaafhending

Umhugsunartími:  90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik.

Eftir 40 leiki bætast 30 mínútur við upphafstímann.

Mótið er opið fyrir alla 65 ára og eldri. Fæddir 1954 eða fyrr.

Þátttökugjald: 10.000 kr. á keppenda

Verðlaun:

 1. 120.000 kr. ferðastyrkur á alþjóðlegt öldungamót
 2. 50.000 kr.
 3. 30.000 kr.

Stigaútreikningur (tiebreak) gildir fyrir verðlaun.