Jón Kirstinsson hafði sigur á Kristjáni Guðmundssyni. Mynd: GB

Önnur umferð Íslandsmóts öldunga fór fram í gær.  Hart var barist en svo fór engu að síður að lokum að þrem skákum af fjórum lyktaði með jafntefli. Jón Kristinsson (2107) var eini sigurvegarinn en hann hafði sigur á Kristjáni Guðmundssyni (2263).

Páll og Júlíus gerðu jafntefli. Mynd: GB

Úrslit 2. umferðar

Enginn hefur fullt hús en fjórir keppendur hafa 1½ vinning. Auk Jóns eru það Áskell Örn Kárason (2252) sem tók hálfs vinnings yfirsetu í gær og Páll G. Jónsson (1816) og Júlíus Friðjónsson (2115) sem gerðu jafntefli í gær.

Staðan

Nú verður vikuhlé á mótinu sem verður framhaldið 19. september nk. Þá verður teflt daglega og lýkur mótinu þann 22. september en alls eru tefldar sex umferðir.

Röðun 3. umferðar

Mótið á Chess-Results.