Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ 9. ágúst sl.

—–

Til aðildarfélaga SÍ.

Stjórn SÍ ætlar á að senda mánaðarlegan upplýsingapóst til skákfélaganna. Hér er slíkur póstur nr. 2.

Stjórn SÍ hélt sinn annan stjórnarfund sl. fimmtudag. [Fundargerðir SÍ má nálgast hér.]

Skákþing Íslands – landsliðs- og áskorendaflokkur (22.-30. ágúst) verður frestað ef 2ja metra gildan verður í gildi 22. ágúst. Ný dagsetning á mótið verður sett þegar tækifæri gefst – með allt niður í með 10 daga fyrirvara.

Zoom-fundur með keppnisliðum á Íslandsmóti skákfélaga (sem er sett á 9.-11. október) verður haldinn á fimmtudaginn, 13. ágúst, kl. 16:30 þar sem farið verið yfir möguleikanna í stöðunni. Hvert taflfélag getur sent einn fulltrúa á fundinn. Fundarboð, með Zoom-tengli, verður sent í dag eða á morgun [hefur verið sent á forystumenn taflfélaga]

Stefnt að því að færa fram Íslandsmót ungmenna (u8-u16) og Íslandsmóti unglingasveita fram um fjórar vikur þar sem keppni unglinga er leyfð eins og staðan er núna til að búa til meira sveigjanleika fyrir annað mögulegt skákstarf. Nýjar dagsetningar verði 17. október (í stað 14. nóvember) á Íslandsmót ungmenna og 31. október (í stað 28. nóvember) á Íslandsmót unglingasveita.

Meistaramót Skákskólans verður að öllum líkindum haldið 5. og 6. september og verður að þessu sinni fyrir 15 ára og yngri. Nánari upplýsingar um það mót eru væntanlegar í vikunni en stefnt er því að það mót verði að hluta til undankeppni fyrir EM í netskák í flokkum U12/U14 sem fram fer 18.-20. september nk.

Að sjálfsögðu er allt mótahald í haust mikilli óvissu háð og allar dagsetningar geta breyst hratt.

Sigtryggsmótið verður ekki haldið í ár en fer á dagskrá á næsta ári. 

Stjórn Skáksambands Íslands