Ef leyfi fæst fyrir mótinu fer landsliðsflokkurinn fram í Álftnesskóla.

Stjórn Skáksamband Íslands stefnir á að Skákþing Íslands hefjist samkvæmt áður auglýstri dagskrá, laugardaginn 22. ágúst og standi til 30. ágúst. Það er þó háð nokkurri óvissu. SÍ hefur sótt um leyfi til heilbrigðisráðuneytisins að hefja almennt skákstarf og hefur skilað inn útfærslu á sóttvarnarreglum sem ráðuneytið þarf að taka til greina. Sú beiðni bíður samþykkis sem vonandi fæst í byrjun næstu viku.

Ef jákvætt svar berst fer landsliðsflokkurinn fram í Álftanesskóla og áskorendaflokkurinn í skákhöll TR, Faxafeni 12. Áður auglýst dagskrá gildir áfram að öðru leyti.

Vonast er til að hægt verða gefa út staðfestingu á móthaldinu á mánu- eða þriðjudag og þá um leið að birta þær sóttvarnareglur sem gilda munu á mótum Skáksambandsins og aðildarfélögum þess a.m.k. fyrst um sinn.

Heimasíða mótsins