Laganefnd skáksambandsins hefur sent frá sér tillögur að nýjum lögum og skáklögum fyrir sambandið, sem ætlunin er að leggja fyrir aðalfund 29. maí. Tillögurnar fylgja hér ásamt skýringum með þeim breytingum sem lagðar eru til. Þriðjudagskvöldið 27. apríl kl. 20:00 verður efnt til netfundar í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Þar mun Þorsteinn Magnússon formaður laganefndar kynna tillögurnar og færi gefst á að koma fram með athugasemdir og ábendingar vegna þeirra áður en þær verða sendar út með fundarboði aðalfundar. Fundarboð aðalfundar verður sent út 29. apríl nk.

Hlekkur á Zoom-fund: https://us02web.zoom.us/j/87593090442?pwd=UDNwYkhWajlHWEhOTnhmTTlCZG5Ndz09