Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarélaga SÍ í gær, 10. júní 2021.

—-

Kæru forráðamenn aðildarfélaga SÍ.

Ný stjórn SÍ hélt sinn fyrsta stjórnarfund, 8. júní sl.

Fundargerðir SÍ og þar með talið nýja fundargerð SÍ má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

Stjórnin er búin að skipta með sér embættum og búið að skipa formenn allra fastanefnda. Sjá fundargerð.

Hafin er vinna við mótaáæltun SÍ. Þegar liggur fyrir að áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer fram 6.-15. ágúst. Send hefur verið könnun til úrvalsdeildarfélaga um afstöðu þeirra til þess hvort rétt væri að deildin færi fram í tveimur eða þremur hlutum. Frestur til að svara er til 18. júní og mun ákvörðun liggja fyrir fljótlega eftir það. Í framhaldinu verður gefnar út dagsetningar á Íslandsmóti skákfélaga sem og flestum öðrum innlendum Íslandsmótum á komandi starfsári. Þó með fyrirvörum – þar sem enn ríkir töluverð óvissa er um dagsetningar alþjóðlegu mótahaldi sem getur haft áhrif á dagsetningar hérlendis.

Dagsetningar liggja fyrir EM taflfélaga og EM landsliða.

  • EM taflfélaga fer fram í Makedóníu, 17.-24. september. Boðsbréfið verður sent til aðildarfélaga þegar það berst á næstu dögum. Fimm íslensk skákfélög getið tekið þátt.
  • EM landsliða fer fram í Slóveníu, 11.-22. nóvember. Ákvörðun tekin um að senda lið bæði í opnum flokki og kvennaflokki.

Ákvörðun var tekin um á fundinum að halda ekki hliðarmót samhliða EM einstaklinga – Kviku Reykjavíkurskákmótsins eins og var til skoðunar. Dagsetningar EM einstaklinga – Kviku Reykjavíkurskákmótsins eru 26. ágúst – 5. september. Þátttökugjöld til íslenskra keppenda liggja fyrir. Aukaafsláttur sé gengið frá skráningu og greiðslu í síðasta lagi, 5. júlí nk.

Kveðja,
Stjórn SÍ