Gleðifréttir – haustblað Tímaritsins Skák kemur út í dag – fimmtudaginn 3. október.
Sem fyrr er blaðið efnismikið, 60 síður, og er blaðið að miklu leyti tileinkað Helga Ólafssyni sem settist á dögunum í helgan stein eftir 28 ár sem skólastjóri Skákskólans.
Áskrifendur geta nálgast blaðið um helgina á Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla. Nóg að segja til nafns við skákstjóraborðið og þá verður merkt við að þið hafið tekið ykkar eintak.
Sem fyrr verður send krafa í heimabanka og skýringin verður „blöð og tímarit“. Eftir Íslandsmót skákfélaga verður blaðið aðgengilegt í húsakynum TR, Faxafeni 12, þegar mót eru haldin þar. Til dæmis á þriðjudags- og fimmtudagsmótum frá klukkan 19:30.
Engar breytingar á verðinu, 3.500 kr., en því miður vegna vegna dýrrar póstþjónustu, verður póstburðargjaldið hækkað úr 500 í 1.000 krónur fyrir þá sem fá blaðið sent heim. Þeir sem skráðu sig fyrir því að fá blaðið sent heim en kjósa þess í stað að sækja blaðið núna, geta gert það með því að skrá sig upp á nýtt í áskrift í fréttinni á skak.is. Fréttin verður fyrsta eða önnur frétt í dag, og ofarlega á síðunni út vikuna. Annars verður blaðið sent á sama heimilisfang og í vor. Einnig þarf að skrá sig aftur ef skipt hefur verið um heimilisfang.
Tímaritið Skák þakkar áskrifendum og stuðningsaðilum kærlega fyrir stuðninginn.
Sjáumst sem flest um helgina á Íslandsmóti skákfélaga.
Bestu kveðjur,
Gauti Páll Jónsson
Ritstjóri tímaritsins Skákar