Valnefnd Skáksambands Íslands hefur valið tvö öflug unglingalandslið Íslands. Annars vegar fyrir NM ungmenna og hins vegar fyrir landskeppni sem fram fer í Englandi í mars.
Tíu keppendur munu tefla á NM ungmenna sem fram fer í Hótel Borgarnesi í febrúar. Það eru:
- U20: Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Benedikt Briem
- U17: Mikael Bjarki Heiðarsson og Markús Orri Óskarsson
- U15: Jósef Omarsson og Sigurður Páll Guðnýjarson
- U13: Birkir Hallmundarson og Örvar Hólm Brynjarsson
- U11: Haukur Víðis Leósson og Pétur Úlfar Ernisson
Svo mun hins vegar annars tíu manna hópur tefla á ChessMates liðakeppni sem Ísland tekur þátt í annað skipti í York í Englandi. Ásamt Íslandi taka þátt lið frá Írlandi, Mónakó, Hollandi, Þýskalandi og Eistlandi.
Stjórn SÍ ákvað að gefa öðrum keppendum en þeim sem tefla á Norðurlandamótinu tækifæri á að tefla þar. Gríðarlega ánægjulegt að geta breikkað þann hóp ungmenna sem teflir fyrir Íslands hönd!
Lið Íslands skipa:
- U20: Benedikt Þórisson, og Gunnar Erik Guðmundsson
- U18: Adam Omarsson og Sigurbjörn Hermannsson
- U16: Markús Orri Jóhannsson og Guðrún Fanney Briem
- U14: Emilía Embla B. Berglindardóttir og Tristan Nash Alguno Openia
- U12:: Katrín Ósk Tómasdóttir og Tristan Fannar Jónsson