Innheimta árgjalda SÍ samkvæmt ákvörðun aðalfundar SÍ fyrir starfsárið 2024-25 er lokið.
Alls voru send árgjöld til 349 manns og innheimtust 230 kröfur eða um 2/3 af útsendum kröfum. Sendar voru kröfur til 20 ára og eldri sem höfuð virk kappskákstig 1. október sl. Samkvæmt samþykkt aðalfundar SÍ í júní sl. renna 50% af þeim til SÍ en það sem umfram innheimtist rennur til hvers félags.
Auk þess voru sendar valkröfur til valda aðila. Þar innheimtist 61 krafa. Helmingur af því sem þar innheimtist rennur til viðkomandi félaga.
Alls innheimtust því 291 árgjöld/valgreiðslur. Heildarinnkoman er því 1.746.000 kr.
Af því rennur 1.242.000 kr. til SÍ en 504.000 kr.til félaganna.
Lagt verður inn á félögin fyrir áramót.
Nánari upplýsingar má finna í meðfylgjandi töflum. Auk þess geta forsvarsmenn félaganna óskað eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á skrifstofu SÍ.
Stjórn SÍ hyggst stofna til nefndar sem er ætlað að koma til tillögu um framtíðarfyrirkomulag árgjalda fyrir næsta aðalfund SÍ.
Árgjöld SÍ 2024-25
Myndræn framsetning
Valkröfur
Heildargreiðslur til félaganna