Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur á skákfélög landsins föstudaginn, 13. nóvember.

—————–

Til forsvarsmanna skákfélaga.

Stjórn SÍ , hélt sinn fimmta stjórnarfund á starfsárinu 5. desember sl.

Fundargerðir stjórnar- og aðalfunda SÍ má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

  1. Breytingar á stjórn SÍ

Agnar Tómas Möller hefur hætt í stjórn vegna anna við önnur störf. Stefán Bergsson, sem var fyrsti varamaður í stjórn, hefur á ný tekið sæti í aðalstjórn. 

2. Mótahald framundan

a) Ungmennameistaramót Íslands (u22) – Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram 12.-15. desember – sjá: https://skak.is/2024/12/10/ungmennameistaramot-islands-u22-meistaramot-skakskola-islands-2024/

b) Íslandsmót kvenna í hraðskák – haldið 27. desember – nánar síðar.

c) NM ungmenna – haldið í Borgarnesi, 14.-16. febrúar.

Eftirtaldir keppa fyrir Íslands hönd

  • A-flokkur (u20): Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Benedikt Briem
  • B-flokkur (u17): Mikael Bjarki Heiðarsson og Markús Orri Óskarsson
  • C-flokkur (u15): Jósef Omarsson and Sigurður Páll Guðnýjarson
  • D-flokkur (u13): Birkir Hallmundarson og Örvar Hólm Brynjarsson
  • E-flokkur (u11): Haukur Víðis Leósson og Pétur Úlfar Ernisson

SÍ ber allan kostnað við þátttöku íslensku keppendanna.

d) ChessMates – haldið 21.-23. mars í York í Englandi

Liðakeppni sem Ísland tekur þátt í annað skipti. Þeim ungmennum sem komast ekki á NM er boðið til leiks svo þarna er frábært tækifæri að breikka þann hóp sem teflir fyrir Íslands hönd. Kostnaður við ferðalagið að mestu borið að keppendum sjálfum en SÍ leggur til fararstjórn, landsliðsbúninga og fleira til.

Nánar um mótið hér: https://www.chessmatesinternational.com/

3. Afrekssjóður í skák

Stjórn sjóðsins hefur verið skipuð.

Aðalmenn eru: Harpa Ingólfsdóttir Gígja, sem er formaður sjóðsins, og Sigurbörn J. Björnsson (skipuð af SÍ) og Hrafn Þorvaldsson, varaformaður, (án tilnefningar)

Varamenn eru: Kjartan Maack og Hlíðar Þór Hreinsson (tilnefndir af SÍ) og Hulda Ýr Þórðardóttir (án tilnefningar)

Skv. fjárlögum 2025 fara 38,2 mkr. í afrekssjóð skákmanna: https://www.althingi.is/altext/pdf/155/fylgiskjol/s0001-f_I.pdf

Lög um skák: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2087.pdf

Reglugerð um afrekssjóð í skák: https://www.stjornartidindi.is/PdfVersions.aspx?recordId=48dd7d1e-6df4-4b9d-8cef-e1911c14c03d

Stjórn sjóðsins hefur tekið til starfa og stefna stjórnar kynnt á næstu vikum. Umsóknarferli í kjölfarið útbúið og kynnt og samfella tryggð fyrir þá sem verða í báðum kerfum.

4. Árgjöld í skák

Stjórn SÍ sendi árgjöld til þeirra sem höfðu virk skákstig í samræmi við ákvörðun síðasta aðalfundar SÍ. Einnig voru sendar valkröfur á valda aðila.

Innheimta árgjaldanna gekk vel og alls greiddi 291 árgjöld til SÍ. Samtals 1.746.000.

Í samræmi við ákvörðun aðalfundar renna kr. 1.275.000 til SÍ en kr. 471.000 til félaganna í samræmi við innheimtuhlutfalls þeirra félagsmanna. Nánari upplýsingar um uppgjör verður sent á forsvarsmenn hvers félags.

5. Breytingar á reglugerðum

Tveimur reglugerðum var breytt á stjórnarfundi SÍ fyrir skemmstu.

  1. Varðandi val á NM ungmenna: Framvegis verði notast við hæstu stig síðustu 12 mánaða fyrir val (ekki punktstöðu á ákveðnum degi eins og verið hefur). Sjá: https://skak.is/skaksamband/um-ssi/reglugerdir/reglur-um-val-keppenda-a-nm-i-skolaskak/
  2. Varðandi val á EM einstaklinga í Styrkjareglum SÍ. Reglan um ákveðin stigaárangur á stöku móti afnumin (2670). Á móti ákveðið að stjórn SÍ skuli ávallt tryggja að a.m.k. einn íslenskur skákmaður sé sendur á mótið -jafnvel þótt að engin eigi beinan rétt. Sjá: https://skak.is/skaksamband/um-ssi/reglugerdir/styrkjareglur-si/. Stigalágmark til að hafa rétt til að vera sendur hefur verið lækkað í 2575, a.m.k. tímabundið.

Stjórn SÍ