Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótsins í hraðskák sem fram fór í gær, 1. desember í glæsilegum nýlegum höfuðstöðvum bankans í Reykjarstræti.
Í upphafi mótsin var flutt kveðja frá Friðriki Ólafssyni, sem átti ekki heimangengt, en flutti keppendum góða kveðju, brýningu og þakkir til Landsbankans fyrir að hafa stutt við mótið í rúma tvo áratugi!
Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, lék svo fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson gegn Harald Björnssyni. Klappað fyrir Bergsteini þegar hann upplýsti að hann myndi beita sér áframhaldandi stuðningi bankans við mótið! Verðlaun mótsins í ár voru hækkuð um 50% frá fyrra ári.
Helgi Áss mætti til leiks á hækjum eftir smá aðgerð – sat á föstu fjórða borði vegna þess og tók þar á móti andstæðingum sínum og afgreiddi þá flesta. Leyfði aðeins þrjú jafntefli – vann 10 skákir! Frábær árangur.
Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson hlaut 11 vinninga – skor sem í flestum tilfellum myndi duga til sigurs. Hann tapaði fyrir Helga Áss og Stephani Briem en vann alla aðra.
Stephan, Davið Kolka og Birkir Ísak Jóhannsson hlutu 9 vinninga og fengu 3.-5. verðlaun. Mýsnar í Breiðabliki léku listir sínar á meðan kötturinn (Vignir Vatnar) teflir í London. Félagsmenn í Breiðablik tóku fjögur af fimm aðalverðlaunum mótsins! Oliver Aron Jóhannsson og Magnús Pálmi Örnólfsson fengu einnig 9 vinninga en höfðu lægri oddastig.
Það var gaman að sjá hvaða unga kynslóðin stóð sig vel á mótinu.
Aukaverðlaununum var fækkað að þessu sinni en hækkuð. Lenka Ptácníková hlaut kvennaverðlaunin – eins og svo oft áður.
Árangursverðlaun (besti árangur miðað við eigin stig) voru veitt. Miðað var við undir 2000 skákstig og yfir.
Örvar Hólm Brynjarsson hlaut verðlaunin fyrir þá sem höfðu undir 2000 skákstig. Stefán Bergsson fékk verðlaun fyrir bestan árangur þeirra sem höfðu meira en 2000 skákstig. Reyndar höfðu Helgi Áss og Davíð Kolka betri árangur en hann þar – en ekki var hægt að fá tvenn verðlaun.
Alls tóku 77 skákmenn í þátt í mótinu. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Daði Ómarsson. Sá síðastnefndi hélt einnig utan um beinar útsendingar. Einnig komu Björn Ívar Karlsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Róbert Lagerman að undirbúningi mótsins. Myndirnar tók Þorsteinn Magnússon.
Greinarhöfundar vill þakka Landsbankanum fyrir frábært samstarf nú sem endranær.
Næsti helgi fer fram Íslandsmótið í atskák fram á Selfossi – einnig í Landsbankahúsæði! Nær Helgi Áss þrennunni eftirsóttu?