Íslandsmót kvenna hófst í gær við frábærar aðstæður í Sveinatungu í Garðabæ. Alls tefla 13 skákkonur í tveim flokkum. Átta skákkonur í landsliðflokki kvenna en fimm í áskorendaflokki kvenna. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1933) vann Guðlaugu Þorsteinsdóttur (1994) og Lisseth Acevedo Mendez (1849) lagði Hrund Hauksdóttur (1804) að velli. Öðrum skákum lauk með jafntefli.

Jóhanna Björg lagði Guðlaugu að velli.

Úrslit 1. umferðar

Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar setti mótið og lék fyrsta leikinn fyrir Lisseth, sem býr í Garðabæ!

Landsliðsflokkur kvenna á Chess-Results.

Samhliða landsliðsflokki kvenna fer fram áskorendaflokkur kvenna þar sem fimm ungar og efnilegar stúlkur taka þátt. Þar unnu Batel Goitom Haile (1559) og Guðrún Fanney Briem (1209) sínar skákir.

Önnur umferð í báðum flokkum fer fram í kvöld og hefst kl. 18.

Mótið er haldið semeiginlega af Skáksambandinu og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár.

 

- Auglýsing -