FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sigraði á Arena-móti Sóknarinnar á Chess.com í gær. Metþátttaka var á mótinu en 63 keppendur tóku þátt og þar af fjöldi titilhafa. FIDE-meistarinn Björn Ívar Karlsson varð annar og Örn Leó Jóhannsson þriðji. Mótasyrpunni er framhaldið í kvöld með hraðskákmóti (5+2) sem hefst kl. 19:30.

Röð efstu manna

  1. FM Ingvar Þór Jóhannesson 62 stig
  2. FM Björn Ívar Karlsson 54 stig
  3. Örn Leó Jóhannsson 51
  4. IM Jón Viktor Gunnarsson 51
  5. GM Bragi Þorfinnsson 48
  6. GM Jóhann Hjartarson 41 stig
  7. FM Róbert Lagerman 41 stig
  8. Tómas Veigar Sigurðarson 36 stig
  9. FM Jón Kristinn Þorgeirsson 36 stig
  10. FM Sören Bech Hansen 34 stig.

Lokastaðan og skákir mótsins

Dagskrá kvöldsins – kl. 19:30

Nánar um netskák

- Auglýsing -