Mamedyarov með sigurlaunin! Mynd: Lennart Ootes/Grand Chess Tour.

Í gær lauk Superbet mótinu í Búkraest í Rúmeníu. Mótið var fyrsta mótið í Grand Chess Tour 2021. Aserski Íslandsvinurinn, Shakhriyar Mamedyarov (2770) kom sá og sigraði. Shakh hlaut 5½ vinning í umferðunum níu. Gerði sjö jafntefli en vann tvær skákir. Mikið var annars um jafntefli á mótinu og var landi Mamedyrarov Teimour Radjabov (2765) sérstaklega gagnrýndur fyrir litlausa taflmennsku.

Wesley So (2770), Levon Aronian (2781) og Alexander Grischuk (2776) urðu í 2.-4. sæti með 5 vinninga.

Nánar má lesa um mótið á Chess.com.

Dagana 18.-22. júní fer fram annað mótið í syrpunni. Þá fer fram at- og hraðskákmót í París. Mamedyarov er þar ekki meðal keppenda. Rússarnir Ian Nepomniachtchi og Vladimir Kramnik eru hins vegar meðal keppenda.

- Auglýsing -