Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 30. september - 3. október hjá Fjölni.

Úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga hófst í gær og verður framhaldið í kvöld (föstudagskvöld) með sjöundu umferð. Á morgun (laugardag kl. 11) hefst taflmennska í öðrum deildum. Hér er farið yfir stöðuna í öðrum deildum. Minnt er á tvo stig fást fyrir sigur í viðureignum en eitt fyrir jafntefli.

Umferð kvöldsins í úrvalsdeild verður tefld í félagsheimili TR. Frá og með laugardeginum fara allar deildir fram í Egilshöll.

1. deild

Taflfélag Vastmannaeyja er í forystu í 1. deild með 7 stig. B-sveit Skákfélags Akureyrar í öðru sæti með 6 stig. B-sveit Taflfélags Reykjavíkur, Skákdeild KR og SSON hafa 5 stig.

Mótstaflan

Mjög harð barátta framundan um efsta sætið sem gefur keppnisrétt í úrvalsdeild. Tvö lið falla og virðist vera nokkuð ljóst hvaða félög það verða.

2. deild

B-sveit Breiðabliks er efst með fullt hús stiga, þ.e. 8 stig. Skákgengið hefur 6 stig. Fjögur lið hafa 4 stig svo búast má við harðri baráttu.

Mótstaflan

3. deild

C-sveit Skákfélags Akureyar og d-sveit Taflfélags Reykjavíkur hafa fullt hús stig. Vinaskákfélagið er í þriðja sæti með 6 stig.

Mótstaflan

4. deild

Skákfélag Sauðárkróks er í forystu með 8 stig. TR-e, TR-f og Breiðablik hafa 6 stig. Tvö lið hafa dregið úr keppni vegna forfalla. Liðinum sem tefla í seinni hlutanum eru því 13.

Mótstaflan

- Auglýsing -