Ólafur Ásgrímsson lék fyrsta leik mótsins í uppgjöri alþjóðlegu meistaranna: Mynd: GB

Íslandsmót öldunga (65+) hófst í gær. Teflt var í húsnæði  Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er afar vel skipað en 9 af 10 keppendum mótsins hafa teflt í landsliðsflokki. Tveir alþjóðlegir meistarar eru á keppendalistanum

Sá tíundi, Þór Valtýsson, er margfaldur Norðurlands- og Akureyrarmeistari. Keppendur á mótinu hefðu hins vegar gjarnan mátt vera fleiri en vonandi eykst þátttakan á komandi árum. Mikil gróska hefur verið í skákstarfi eldri skákmanna undanfarin ár bæði í Ásgarði í Reykjavík, Strandbergi í Hafnarfirði og víðar. Eldri skákmenn hafa þó að mestu haldið sig við styttri skákirnar. Nú til viðbótar hefur bæst við frábært tækifæri til að tefla kappskák.

Björgvin og Haraldur gerðu jafntefli. Mynd: GB

Fjórar skákir voru tefldar í gær en Jón Kristinsson (2107) tók hálf vinnings yfirsetu. Áskell Örn Kárason (2252) vann Sævar Bjarnason (2096) í uppgjöri alþjóðlegu meistarana. Ólafur S. Ásgrímsson, frumkvöðull í skákstarfi öðlingamóta, lék fyrsta leikinn fyrir Sævar. Júlíus Friðjónsson (2115) lagði Þór Valtýsson (1860) að velli. Öðrum skákum lauk með jafntefli.

Úrslit 1. umferðar

Önnur umferð fer fram á fimmtudaginn og hefst kl. 16. Þá mætast:

Mótið á Chess-Results.