Helgi Áss, Jón Viktor og Hjörvar Steinn.

Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák var í senn sterkt, skemmtilegt og afar spennandi. Svo fór að Jón Viktor Gunnarsson og Helgi Áss Grétarsson komu fyrstir í mark. Jón Viktor hafði hins vegar betur eftir oddastigaútreikning og Íslandsmeistaratitillinn var hans. Síðast hampaði hann þeim titli árið 2010. Það er merkileg staðreynd að á síðustu 9 árum hafa átta manns hampað titlinum. Aðeins Jón Viktor og Jóhann Hjartarson sem hafa unnið hann tvisar á síðustu 10 árum.

Margfaldur Íslandsmeistari – Jón Viktor!

Jón Viktor er nú handhafi Íslandsmeistaratitilins í hraðskák, atskák og Fischer-slembiskák auk þess að vera Íslandsmeistari skákfélaga með félögum sínum í Víkingaklúbbnum.

Þorsteinn Stefánsson lék fyrsta leikinn fyrir Birki Ísak í fyrstu umferð.

Mótið hófst með því að Þorsteinn Stefánsson, frá Landsbankanum, lék fyrsta leikinn fyrir Birki Ísak Jóhansson á móti Hjörvari Steini Grétarssyni.

Jón Viktor var allan tímann í toppbaráttunni og var efstur einn eða með öðrum ávallt nema eftir 10. umferð þegar Hjörvar Steinn Grétarsson var einn efstur. Hjörvar varð í 3.-4. sæti ásamt Símoni Þórhallssyni sem átti frábært mót og vann m.a. Hjörvar í lokaumferðinni og gerði jafntefli við Jón Viktor í þeirri næstsíðustu. Þröstur Þórhallsson fékk fimmta sætið eftir oddastigaútreining en fimm efstu sætin gáfu verðlaun.

Mótið var fjölmennt í Landsbankanum.

Þetta var í sextánda árið í röð sem Landsbankinn stendur fyrir mótinu sem haldið er heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara landsins.

Skákstjórarar voru Gunnar Björnsson, Ólafur Ásgrímsson og Jon Olav Fidvelstad. Tæknistjóri mótsins var Arnar Ingi Njarðarson sem naut aðstoðar Kristjáns Arnar Elíassoarn. Skákbambandið þakkar Landsbankanum fyrir frábært samstarf.

Lokastöðuna má finna á Chess-Results.

Aukaverðlaunhafar

Verðlaunahafarnir: Batel, Arnar, Lenka, Símon, Helgi Áss, Jón Viktor, Hjörvar og Ólafur. Á myndina vantar Braga, Vigni og Þröst.
 • Efsti maður með 2001-2200 skákstig: Ólafur B. Þórsson
 • Efsti maður með 2000 stig og minna: Arnar Milutin Heiðarsson
 • Efsta konan: Lenka Ptácníková 
 • Efsti strákur 16 ára og yngri (2003 eða síðar): Vignir Vatnar Stefánsson
 • Efsta stúlka 16 ára og yngri (2003 eða síðar): Batel Goitom Haile
 • Efsti skákmaður 65 eða eldri (1954 eða fyrr): Bragi Halldórsson
 • Útdreginn heppinn keppandi: Björgvin Kristbergsson
Björvin Kristbergsson var heppinn útdreginn keppandi!

 

Fyrri sigurvegarar

 • 2019 – Jón Viktor Gunarsson og Helgi Áss Grétarsson
 • 2018 – Jóhann Hjartarson
 • 2017 – Hannes Hlífar Stefánsson
 • 2016 – Jóhann Hjartarson
 • 2015 – Þröstur Þórhallsson
 • 2014 – Héðinn Steingrímsson
 • 2013 – Helgi Ólafsson
 • 2012 – Bragi Þorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
 • 2011 – Henrik Danielsen
 • 2010 – Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson
 • 2009 – Héðinn Steingrímsson
 • 2008 – Helgi Ólafsson
 • 2007 – Héðinn Steingrímsson
 • 2006 – Helgi Áss Grétarsson
 • 2005 – Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
 • 2004 – Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson