Stjórn SÍ hélt fjarfund á Zoom í gær. Helstu niðurstöður.

Skákmót á næstunni

Mótum sem stefnt var á að halda í maí hefur verið frestað. Engar endanlegar ákvarðanir teknar um dagsetningar en ákveðinn grunnur lagður upp sem getur breyst ef aðstæður krefjast. Staðan tekin reglulega í sumar.

Kjördæma- og landsmót í skólaskák

Verða að öllum líkindum haldin á netinu. Frekari útfærsla tilkynnt fljótlega.

Íslandsmót grunnskóla- og barnaskólasveita

Von til þess að halda 6. og 7. júní ef reglur um samkomubann heimila. Að öðrum kosti frestað fram í ágúst/september.

Skákþing Íslands

Stefnt á halda í síðari hluta ágústmánaðar eða í byrjun september ef aðstæður leyfa.

Íslandsmót skákfélaga

Formanna- og liðsstjórafjarfundur verður boðaður á þriðjudaginn kl. 16:30 á Zoom til að fá fram viðhorf félaganna. Horft til fjögurra valkosta.

  • Halda síðari hlutann 2019-20 í ágúst/september og fyrri hlutann 2020-21 á hefðbundnum tíma
  • Halda ekki síðari hlutann 2019-20 og aflýsa mótinu.
  • Halda síðari hluta mótsins 2019-2020 í október og fresta næsta tímabili í mars/október 2021.
  • Halda síðari hluta fyrstu deildar 2019-20 viku fyrir fyrri hluta 2020-21 en aflýsa öðrum deildum 2019-20

Endanleg ákvörðun um mótshaldið verður ekki tekin fyrr en maí/júní þegar nánari upplýsingar um afléttingar og ferðatakmarkanir liggja fyrir.

Mót erlendis

Stefnt á að senda keppendur á EM ungmenna í Antalya í Tyrklandi, 12.-22. nóvember nk. með fyrirvörum um að mótið fari fram og með tilliti til ferðatakmarkana.

Netmót

Hefur gengið mjög vel. Halda áfram á sömu braut.

Stefnt á að halda Íslandsmótið í netskák í vor á veglegan hátt og þá með undanrásum og úrslitakeppni.

Danir eru mögulega að undirbúa Norðurlandakeppni landsliða í opnum flokki og kvennaflokki. 

Aðalfundur SÍ

Stefnt að því að halda 13. júní nk. um fyrirvara að reglur um samkomubann leyfi. Formlegt fundarboð verður sent 15. maí nk. Lagabreytingatillögur þurfa að berast til skrifstofu SÍ eigi síðar en 14. maí nk.

EM einstaklinga 2021 – Reykjavíkurskákmótið

SÍ hefur fengið 12,5 milljónir tryggðar sem viðbótarfjármagn í mótið. Annars vegar 7,5 milljón frá ríkisstjórninni og hins vegar Kvika samþykkt að styrkurinn fyrir ROpen 2020 (5 milljónir) fari í EM einstaklinga 2021.

Forseti gengur frá formlegri umsókn í mótshaldið sem tekur verður fyrir á stjórnarfundi ECU 25. apríl nk. 

Skákkennsluefni

Samþykkt að auka við skákkennsluefni á www.skakkkennsla.is.