Íslandsmótið í netskák 2020 – Brimmótið fer fram á netþjóninum Chess.com, miðvikudagskvöldið 29. apríl, kl. 19:30. Íslandsmótið í netskák er elsta landsmót í heimi en fyrsta mótið var haldið 1996 af Taflfélaginu Helli. Afar góð verðlaun eru á mótinu eða 200.000 kr.

Þátttökuréttur

Allir Íslendingar búsettir hérlendis og erlendis geta tekið þátt sem og erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis.

Tímasetning

Mótið hefst miðvikudaginn, 29. apríl kl. 19:30.

Fyrirkomulag undankeppni

Teflt verður sama fyrirkomulagi og á Abu-Dhabi hraðskákmótinu á Chess.com sem haldið var fyrir skemmstu. Fyrst verða tefldar níu umferðir eftir svissneska kerfinu. Stuðst verður við oddastigareglur Chess.com.

Átta efstu keppendurnir komast í sérstaka úrslitakeppni sem að öllum líkindum verða tefldar í beinu framhaldi undankeppninnar.

Tímamörk eru 3+2

Fyrirkomulag útsláttarkeppni

Tefld verða 2ja skáka einvígi með tímamörkunum 3+2. Verði jafnt verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem hvítur hefur 5 mínútur en svartur 4 mínútur. Svörtum dugar jafnteflis til að komast áfram.

Skákreglur

Allar reglur skákþjónsins Chess.com gilda á mótinu.

Verðlaun

  1. 100.000
  2.   50.000
  3.   25.000
  4.   25.000

Skráning

Skráning fer fram á Skak.is. Til að skráning sé gild þarf að gefa upp fullt nafn, FIDE-númer (þeir sem ekki hafa slíkt setji inn 0) og notendaheiti á Chess.com.

Skáningarform

powered by Typeform

Aðrar reglur

Bannað er að þiggja alla utanaðkomandi aðstoð á meðan mótinu fer fram. Chess.com mun fara yfir allar skákir mótsins með tilliti til alls svindls. Verðlaun verða ekki greidd út fyrr en þeirri yfirferð er lokið.

Sé það mat Chess.com að svindl hafi átt sér stað getur viðkomandi átt von á banni á Chess.com. Slík brot geta jafnframt hafa mögulegar afleiðingar varðandi þátttöku á mótum á Íslandi.

Allar reglur Chess.com gilda á mótinu stendur.

Annað

Á meðan mótinu fer fram verða beinar útsendingar á www.chess.com/tv. Nánar kynnt síðar.