Hjörvar Steinn Grétarsson - Íslandsmeistari í netskák.

Íslandsmótið í netskák – BRIM-mótið fór fram í gær á Chess.com-skákþjóninum. Mótið var gríðarlega vel sótt og jafnframt sterkt. 120 keppendur tóku þátt í mótinu og þar á meðal voru 8 stórmeistarar. Langsterkasta og fjölmennasta íslenska netmót sögunnar. Hjörvar Steinn Grétarsson vann sigur á Vigni Vatnari Stefánssyni í úrslitaeinvígi.

Fyrst voru tefldar 9 umferðir eftir svissneska kerfinu. Átta efstu komust í úrslitakeppnina. Röð efstu manna varð sem hér segir.

 1. IM Guðmundur Kjartansson 8 v.
 2. FM Vignir Vatnar Stefánsson 8 v.
 3. GM Bragi Þorfinnsson 7 v.
 4. GM Hannes Hlífar Stefánsson 7 v.
 5. GM Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v.
 6. FM Róbert Lagerman 7 v.
 7. GM Jóhann Hjartarson 6,5 v.
 8. IM Áskell Örn Kárason 6,5 v.
 9. GM Héðinn Steingrímsson 6,5 v.
 10. GM Helgi Ólafsson 6,5 v.
 11. Stephan Briem 6,5 v.
 12. GM Þröstur Þórhallsson 6 v.
 13. IM Davíð Kjartansson 6 v.
 14. IM Björn Þorfinnsson 6 v.
 15. Pétur Pálmi Harðarson 6 v.
 16. FM Sigurbjörn Björnsson 6 v.
 17. Örn Leó Jóhannsson 6 v.
 18. Dagur Andri Friðgeirsson 6 v.
 19. CM Halldór Brynjar Halldórsson 6
 20. Hlíðar Þór Hreinsson 6 v.
 21. Gunnar Björnsson 6 v.
 22. Stefán Bergsson 6
 23. Jóhann Helgi Sigurðsson 6 v.
 24. Heimir Ásgeirsson 6 v.

Eins og sjá má komust sterkir skákmenn ekki inn í úrslitakeppnina. Það segir einnig margt um styrkleika mótsins að enn neðar urðu einn stórmeistari og tveir alþjóðlegir meistarar.

Lokastaðan og allar skákir mótsins

Úrslitakeppnin hófst svo í framhaldinu. Þar voru tefldar tvær 3+2 skákir og svo bráðabani þar sem hvítur hafði 5 mínútur gegn 4 mínútum svarts en svörtum dugði jafntefli.

Átta manna úrslit

 • Guðmundur Kjartansson – Áskell Örn Kárason 2-1
 • Vignir Vatnar Stefánsson – Jóhann Hjartarson 2-1
 • Bragi Þorfinnsson – Róbert Lagerman 0-2
 • Hannes Hlífar Stefánsson – Hjörvar Steinn Grétarsson 0-2

Undanúrslit

 • Guðmundur Kjartansson – Hjörvar Steinn Grétarsson 0-2
 • Vignir Vatnar Stefánsson – Róbert Lagerman 2-0

Úrslit

 • Hjörvar Steinn Grétarsson – Vignir Vatnar Stefánsson 1½-½

Hjörvar var vel að sigrinum kominn. Hann var reyndar hætt kominn í undankeppninni og um tíma voru líkur á að hann kæmist ekki áfram. Hann sýndi svo sitt rétt andlit í úrslitakeppninni.

Mótsstjórn var í höndum Gunnars Björnssonar, Tómasar Veigar Sigurðarson, Omars Salama og Ingvars Þór Jóhannessonar. Ingvar Þór sá um beina útsendingu frá mótinu ásamt Birni Ívari Karlssyni sem stórskemmtileg!

Útsendingin í heild sinni

Íslandsmótið í netskák er elsta landsmót í sögunni. Það var Taflfélagið Hellir sem hélt mótið lengst af. Halldór Grétar Einarsson var helsti frumkvöðull mótshaldsins í árdaga mótsins. Síðar tók Skákfélagið Huginn við keflinu. Síðustu ár hefur Tómas Veigar borið þungann að mótshaldinu. Þetta er fyrsta skipti sem Skáksambandið er mótshaldari mótsins.

Brim fær þakkir fyrir góðan stuðning við móthaldið.

Íslandsmeistarar í netskák frá upphafi eru:

 • 2020 – Hjörvar Steinn Grétarsson
 • 2019 – Jón Kristinn Þorgeirsson
 • 2018 – Féll niður
 • 2017 – Féll niður
 • 2016 – Jón Kristinn Þorgeirsson
 • 2015 – Davíð Kjartansson
 • 2014 – Davíð Kjartansson
 • 2013 – Bragi Þorfinnsson
 • 2012 – Davíð Kjartansson
 • 2011 – Davíð Kjartansson
 • 2010 – Davíð Kjartansson
 • 2009 – Jón Viktor Gunnarsson
 • 2008 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2007 – Stefán Kristjánsson
 • 2006 – Snorri G. Bergsson (Omar Salama vann mótið)
 • 2005 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2004 – Stefán Kristjánsson
 • 2003 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2002 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2001 – Helgi Áss Grétarsson
 • 2000 – Stefán Kristjánsson
 • 1999 – Davíð Kjartansson
 • 1998 – Róbert Lagerman
 • 1997 – Benedikt Jónasson
 • 1996 – Þráinn Vigfússon