Ársreikningur Skáksambands Íslands fyrir árið 2019 er nú aðgengilegur. Tap ársins nam rúmum 2 milljónum króna. Þar af var rektrartap Skáksambandsins á árinu ríflega 800.000 kr. Eigið fé Skáksambandsins er nærri 50 milljónum.

Athugið að ársreikningurinn er óundirritaður. Undirritaður ársreikningur verður í ársskýrslu Skáksambandsins sem verður aðgengileg á fimmtudaginn.

Jafnframt er væntanleg fyrir aðalfund sambandsins fjárhagsáætlun starfsársins 2020-21 og milliuppgjör fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2021.