Fyrsti fundur nýrrar stjórnar SÍ 2020-21 fór fram í gær fimmtudaginn, 18. júní 2020. Hér má sjá samantekt um fundinn.
- Fundartími – verður almennt á þriðjudögum kl. 17:00
- Skipting embætta
- Jóhanna Björg – varaforseti
- Þorsteinn S – gjaldkeri
- Kristófer – ritari
- Elvar – skákritari
- Stefán – æskulýðsfulltrúi
- Agnar – meðstjórnandi
Fyrsti stjórnarfundin hafinn. Mynd: KÖE
3. Skipun í stjórnir
Hlíðar Þór tekur sæti SÍ Halldórs Grétars í Launasjóði stórmeistara.
Sigurbjörn tekur sæti SÍ Halldórs Grétar í skólanefnd skákskólans. Jóhanna Björg verður varamaður.
4. Nefndaskipan
Farið yfir en nefndaskipan ekki kláruð. Verður kláruð á næsta fundi
5. Fjármál
Fjárhagsstaða SÍ hefur batnað verulega. Yfirdráttur hjá Landsbankanum hefur verið lækkaður um 2 milljónir og er sem stendur ekki í notkun.
6. Erindi frá Vinaskákfélaginu
Erindi frá Vinaskákfélaginu samþykkt um 250.000 kr. 100.000 kr. í formi fjárhæðar og 150.000 í skákbúnaði.
7. Erindi frá þrem landsliðsmönnum
Erindi frá landsliðsmönnunum Guðmundi Kjartanssyni, Hannesi Hlífari Stefánssyni og Helga Áss Grétarssyni þar sem gerð er krafa um breytta umgjörð í landsliðsmálum.
Erindinu vísað til landsliðsnefndar.
8. Starfsárið framundan
Farið yfir starfsárið framundan
- Skákþing Íslands – ágúst í Garðabæ
- Íslandsmót skákfélaga – ákvörðun fyrri stjórnar um að halda seinni hlutann í haust staðfest. Endanleg ákvörðun um dagsetningar verður tekin eftir næsta stjórnarfund ECU, 27. júní
- Erlend mót – farið yfir erlend mót. Enn óljóst um hvort EM taflfélaga og EM ungmenna fari fram. NM grunn- og barnaskólasveita sem átti að fara í Danmörku hefur verið aflýst í ár.
- Sigtryggsmótið – rætt um útfærslur – verður skoðað betur síðsumars.
- 9. EM einstaklinga
- Búið að ganga frá húsnæði í Hörpu. Mótið verður haldið á milli 7.-21. apríl 2021. Þegar er tryggð 21,5 milljón í styrki í mótið.
Verður rætt frekar á næsta fundi.
10. Félagagrunnur
Hörður Jónasson hefur tilktynnt að hann hafi hætt störfum við félagagrunninum. Honum eru þökkuð góð störf. Verkefnið fer á skrifstofu SÍ fyrst um sinn.
11. Skáksett
Kaupa þarf skáksett fyrir Íslandsmót skákfélaga.