Stjórn Skáksambandsins á fundi. Mynd: KÖE

Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur á aðildarfélög Skáksambands Íslands í gær.

Til aðildarfélaga SÍ.

Stjórn SÍ stefnir á að senda mánaðarlegan upplýsingapóst til skákfélaganna a.m.k. á meðan þessu óvenjulega ástandi stendur með Covid-19. Hér kemur fyrsti slíki póstur!

Drög af starfsemi SÍ haustið 2020 liggja að hluta til fyrir:

  • Skákþing Íslands 2020 – landsliðs- og áskorendaflokkur – 22.-30. ágúst – Garðabæ
  • Íslandsmót ungmenna 2020 (u8-u16) – 14. nóvember
  • Íslandsmót unglingasveita (u16) – 28. nóvember – væntanlega í Garðabæ
  • Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – 12. desember
  • Íslandsmótið í atskák (26.-27. desember)

Drög að mótaáætlun haustið 2020 – sjá: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1NF-1vi6vioEGtRaBenUEZFZKjBhCtUkwzVPyZhGmrjs/

Að sjálfsögðu er rétt að benda á að þetta eru eingöngu drög af áætlun og getur tekið breytingum.

Félög geta boðist til að halda Íslandsmót – og það væri ánægjulegt fyrir SÍ að fá slíkar beiðnir. Má þar í benda á Íslandsmót ungmenna, sem Breiðablik hélt í fyrra, og Íslandsmótið í atskák, sem TR hélt í fyrra.

Stefnt er á að halda Íslandsmót öldunga (+65) á tveimur helgum í haust. Líklegar dagsetningar væntanlegar.

Enn er ekki búið að ákveða endanlega dagsetningu á síðari hluta Íslandsmóti skákfélaga sem hófst haustið 2019 en stefnt á að halda í haust. Beðið er ákvörðunar Skáksambands Evrópu (ECU) um hvort og þá hvenær EM taflfélaga fari fram. Von er á þeirri ákvörðun innan fáeinna daga. Gert ráð fyrir að því að tefla í Egilshöll. Það verður rúmt þar – miklu rýmra en hefur tíðkast á mótinu síðustu ár og verður komið til móts við þá sem vilja hafa mikla fjarlægð. Að sjálfsögðu verður öllum fyrirmælum stjórnvalda um sóttvarnir fylgt.

Varðandi mögulegt alþjóðlegt mót í haust (Sigtryggsmót) var öllum ákvörðunum um mótshaldið frestað fram í ágúst þegar vitað verður meira um stöðuna.

Drög af starfsemi SÍ vorið 2021 verður gefin út í ágúst/september.

Stjórn SÍ