Ólympíumótið í netskák hefst 22. júlí. Ísland hefur þátttöku í ágúst!

Ólympíuskákmót í netskák verður haldið í fyrsta skipti í ár. Það má að sjálfsögðu rekja til Covid-faraldursins. Um er að ræða blönduð lið. Í hverri umferð tefla sex skákmenn frá hverri þjóð.

  • Opinn flokkur (2)
  • Kvennaflokkur (2)
  • U20 – opinn flokkur (1)
  • U20 – kvennaflokkur (1)

Jafnmargir varamenn frá hverri þjóð. Ingvar Þór Jóhannesson er liðsstjóri hópsins og landsliðseinvaldur. Lið Íslands skipa 12 skákmenn.

Landslið Íslands á fyrsta (og kannski eina?) Ólympíuskákmóti í netskák skipa:

Flokkur Aðalmenn Varamenn
Opinn flokkur GM Jóhann Hjartarson (2525) GM Bragi Þorfinnsson (2427)
Opinn flokkur IM Guðmundur Kjartansson (2466) GM Helgi Áss Grétarsson (2401)
Kvennaflokkur WGM Lenka Ptácníková (2117) Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1935)
Kvennaflokkur WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2009) WIM Lisseth Acevedo Mendez (1845)
U20 – Opinn FM Vignir Vatnar Stefánsson (2301) Birkir Ísak Jóhannsson (2146)
U20 – stúlkur Batel Goitom Haile (1587) Iðunn Helgadóttir (1364)

Ísland lendir að öllum líkindum í 2. deild Ólympíuskákmótsins sem fram fer 12.-16. ágúst nk. Þar tefla 50 lið og skipt í fimm tíu liða riðla þar sem allir mæta öllum. Við skiptingu í riðla verður bæði tekið tillit til styrkleika og tímasvæða.

Tefld verður atskák (10+5) og teflt verður á þremur dögum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli ávinna sér rétt til að tefla í fyrstu deild.

Nánari upplýsingar um tímasetningar og hverjir verða andstæðingar Íslands eru væntanlegar 18. júlí nk.

Nánari upplýsingar um Ólympíuskákmótið í netskák má finna á heimasíðu FIDE.