Stjórn SÍ við upphaf sína fyrsta fundar. Á myndina vantar Veroniku Steinunni.

Stjórn SÍ var með stjórnarfund á Zoom, þriðjudaginn 1. september sl. Fundargerðir SÍ og þar á meðal nýjustu fundargerðina, má nálgast hér.

Í gær var eftirfarandi upplýsingapóstur sendur til aðildarfélaga SÍ.

—————

Stjórn SÍ hittast á stjórnarfundi í gær.

Íslandsmót skákfélaga 2019-21

Síðari hluta Íslandsmóts skákfélaga sem hófst í október 2019 hefur verið frestað vegna Covid-19. Keppnistímabilið verði því að þessu sinni 2019-21. Stefnt er á síðari hlutinn fari fram 5.-7. mars 2021. 

Önnur dagskrá SÍ haustið 2021

Vonir eru til að mótahald hérlendis verði sem mest hefðbundið á komandi starfsári að Íslandsmóti skákfélaga í haust undanskildu. 

  • Meistaramót Skákskólans (U15) fer fram 5. og 6. september í Viðey. Skráningarfrestur rennur út á morgun [í dag!] kl. 20. Minnt er á að mótið er að hluti til undankeppni fyrir EM ungmenna í netskák.
  • EM ungmenna í netskák fer fram 18.-20. september. Um það bil 20 íslenskir fulltrúar taka þátt. SÍ leggur áherslu á góða umgjörð og stefnt á beinar lýsingar eins og á Skákþingi Íslands.
  • Íslandsmót ungmenna haldið 17. október. Félögum stendur til boða að taka mótshaldið að sér. SÍ leggur fram verðlaun en félögin fá þátttökugjöldin. Ef félög hafa áhuga á að halda mótið þarf að hafa samband við skrifstofu SÍ eigi síðar en 17. september nk.
  • Íslandsmót unglingasveita fer fram 31. október – væntanlega í umsjón Taflfélags Garðabæjar
  • Ekki eru komnar dagsetningar á Unglingameistaramót Íslands (u22) sem jafnframt verður Meistaramót Skákskólans fyrir eldri nemendur né Íslandsmót öldunga. Staðan á þessum mótum verður tekin á næstu vikum.
  • Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák og Íslandsmót í atskák eru í dagskrá í desember. Það er ekki útilokað að þau mót færist framar í starfsárið ef góð tækifæri fyrir mótunum myndast.

Sóttvarnarreglur SÍ 

Skáksamband Íslands hefur fengið undanþágu fyrir sig og aðildarfélög sín fyrir skákstarfi frá heilbrigðisráðuneytinu. Sóttvarnarreglur SÍ má finna hér: https://skak.is/2020/08/24/sottvarnareglur-skaksambands-islands-vegna-covid-19/. Aðildarfélög eru beðin um virða þessa reglur. 

Starfsnefndir

Stjórn SÍ hefur skipað nefndir starfsárið 2020-21. Þær má finna hér: https://skak.is/skaksamband/um-ssi/nefndir-og-rad/

Kveðja,
Stjórn SÍ