Íslandsmótið í Fischer-slembiskák fer fram á netþjóninum Chess.com, miðvikudagskvöldið 28. október kl. 19:30.

Þátttökuréttur

Allir Íslendingar búsettir hérlendis og erlendis geta tekið þátt sem og erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis.

Fyrirkomulag

Tefldar verða ellefu umferðir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 4+2.

Skákreglur

Allar reglur skákþjónsins Chess.com gilda á mótinu. Enginn skákstjóri er á mótinu.

Aðalverðlaun

 1. 50.000
 2. 30.000
 3. 20.000

Verðlaun skipast ekki – heldur fara eftir niðurstöðu úrslitakeppninnar/oddastigaútreiknings*

Aukaverðlaun

Um verður að ræða skákbók eða áskrift af skáktímariti í samráði við verðlaunahafa.

 • Kvennaflokkur
 • Öldungaflokkur (+65)
 • Unglingaflokkur (u20)
 • Unglingaflokkur (u16)
 • Unglingaflokkur (u12)
 • Stigalausir (hefðbundin alþjóðleg stig).

Aukaverðlaun eru veitt í sömu röð og hér koma fram og er stuðst við oddastig ef tveir eða fleiri eru efstir og jafnir í viðkomandi flokki. Aðeins eru veitt aukaverðlaun ef hið minnsta þrír keppendur taka þátt í viðkomandi flokki. Aðeins er hægt að fá ein verðlaun á mótinu.

Nokkrir heppnir útdregnir keppendur fá bókina „Einvígi allra tíma“ áritaða af höfundinum Guðmundi G. Þórarinssyni að gjöf. Sjá nánar um bókina hér.

Skráning og þátttökugjöld

Til að taka þátt þarf að vera meðlimur í hópnum Skáksambands Íslands; https://www.chess.com/club/skaksamband-islands.

Skráning í mótið (og um leið í hópinn) fer fram hér á Skak.is (guli kassinn). Til að skráning sé gild þarf að gefa upp fullt nafn, FIDE-númer (þeir sem ekki hafa slíkt setji inn 0) og notendaheiti á Chess.com.

powered by Typeform

Þátttökugjöld

Þátttökugjöld eru 1.000 kr.  Frítt er fyrir titilhafa (GM/WGM/IM/WIM/FM/WFM/CM/WCM).

Aðrar reglur

Bannað er að þiggja alla utanaðkomandi aðstoð á meðan mótinu fer fram. Farið verður allar skákir mótsins með tilliti til alls svindls. Verðlaun verða afhent af þeirri skoðun lokinni.

Sé það mat Chess.com og mótshaldara að svindl hafi átt sér stað getur viðkomandi átt von á banni á Chess.com. Slík brot geta jafnframt hafa mögulegar afleiðingar varðandi þátttöku á mótum á Íslandi.

Allar reglur Chess.com gilda á mótinu sjálfu.

*Oddastig

Stuðst verður við oddastigareglur Chess.com. Teflt verður þó til þrautar um Íslandsmeistaratitilinn.

 1. Verði tveir efstir og jafnir skal tveggja skáka einvígi um titilinn. Verði jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem hvítur hefur 5 mínútur en svartur 4 mínútur. Svörtum dugar jafnteflis til sigurs.
 2. Verði þrír efstir og jafnir tefla þeir sem enduðu nr. 2 og 3 eftir oddastigaútreikning einvígi eftir fyrirkomulaginu hér að ofan. Sá sem vinnur það einvígi teflir svo úrslitaeinvígi við efsta mann mótsins
 3. Verði fjórir efstir og jafnir mætast nr. 1 og 4 og nr. 2 og 3 í einvígum eftir fyrirkomulaginu hér að ofan. Sigurvegararnir mætast í úrslitaeinvígi
 4. Verða fleiri en fjórir efstir og jafnir komast fjórir efstu eftir oddastigaútreikning í úrslitakeppni.