Stjórn Skáksambandsins á fundi. Mynd: KÖE

Stjórn SÍ var með stjórnarfund á Zoom í gær, 20. október.

Í morgun var eftirfarandi upplýsingapóstur sendur til aðildarfélaga SÍ.

—————

Til forráðamanna aðildarfélaga SÍ.

Eins og þið eflaust vitið gera nýjar sóttvarnarreglur allt skákmótahald á höfuðborgarsvæðinu ógerlegt til 4. nóvember komi ekki til breytinga á þeim.

Sjá: https://skak.is/2020/10/19/skakmotahald-a-hofudborgarsvaedinu-liggur-nidri-til-4-november/

Stjórn SÍ hittist á stjórnarfundi í gær 20. október 2020. Staðan tekin og nýr grunnur að mótadagskrá sambandsins lagður til áramóta.

  • Íslandsmótið í Fischer-slembiskák – haldið á netinu á meðan samkomutakmörkunum stendur. Væntanlega í næstu viku.
  • Íslandsmót ungmenna (u8-u16) – stefnt á 14. nóvember. Stefnt er á Akureyri sem mótsstað sem fyrr.
  • Unglingameistaramót Íslands (u22)/Meistaramót Skákskólans – stefnt á helgina 20.-22. nóvember.
  • Íslandsmót barna- og unglingasveita – stefnt á laugardaginn 28. nóvember í Garðabæ.
  • Friðriksmótið/Íslandsmótið í hraðskák – haldið 12. desember.
  • Íslandsmótið í atskák – stefnt er á að halda 26. og 27. desember. Möguleiki að flytja framar ef gluggi myndast.
  • Íslandsmót öldunga (+65) – óákveðið
  • Skákbúðir – að öllum líkindum í janúar 2021.

Í dag bárust svo fréttir um HM ungmenna í netskák – þar sem Evrópuundanrásir eru á dagskrá, 7.-9. desember. Sjá nánar hér.

Kveðja,
Stjórn SÍ