Íslandsmóti ungmenna (u8-u16) sem var fyrirhugað 17. október nk. í Brekkuskóla á Akureyri hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Það er gert vegna tilmæla stjórnvalda um að fella niður íþróttastarf næstu tvær vikurnar og þar með talið hópferðir út á land.

Stefnt er á að mótið fari fram síðar í ár á Akureyri. Ný dagsetning verður tilkynnt með a.m.k. vikufyrirvara.