Stjórn Skáksambandsins á fundi. Mynd: KÖE

Stjórn SÍ var með stjórnarfund á Zoom í fyrradag. Fundargerðir SÍ og þar á meðal nýjustu fundargerðina, má nálgast hér.

Í gær var eftirfarandi upplýsingapóstur sendur til aðildarfélaga SÍ.

—————

Stjórn SÍ hélt stjórnarfund á Zoom 29. september sl.

Venju samkvæmt sendum við upplýsingapóst á aðildarfélögin þar sem við förum yfir helstu atriði.

Mót á næstunni

  • Íslandsmót ungmenna (u8-u16)  – Mótið fer fram í Brekkuskóla á Akureyri, 17. október nk. Íslensk skákfélög er hvött til að hvetja sína félagsmenn til að mæta. Sjá nánar: https://skak.is/2020/09/27/islandsmot-ungmenna-u8-u16-fer-fram-a-akureyri-17-oktober/
  • Íslandsmót unglingasveita (u15). Ákveðið að breyta nafni mótsins í Íslandsmót barna- og unglingasveita þar sem hitt nafnið hefur valdið misskilningi meðal foreldra yngri krakka. Mótið hefur verið fært til 14. nóvember og verður haldið í Garðabæ og verður í umsjón TG.
  • Íslandsmótið í atskák. Stefnt er á að halda á Hótel Selfossi, helgina 30. október-1. nóvember. Stefnt er að afar veglegum verðlaunum.
  • Skólanetskákmót Íslands fara fram mánaðarlega í vetur. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Sjá nánar: https://skak.is/2020/09/27/skolanetskakmot-islands-hefur-gongu-sina-a-ny/. Umsjónarmenn æskulýðsstarf í félögunum eru hvattir til að ýta við sínum krökkum að taka þátt!
  • Ekki liggja enn fyrir tímasetningar á Íslandsmóti öldunga (+65)Unglingameistaramóti Íslands (u22)/Meistaramóti Skákskólans en líklegar dagsetningar eru í nóvember.

Mótaáætlun SÍ má finna hér: https://skak.is/motaaaetlun/

Skákbúðir

SÍ fékk Covid-styrk frá Menntamálaráðuneytinu upp á 2.000.000 fyrir Skákbúðir fyrir ungmenni. Einar skákbúðir verða haldnar 29. október – 1. nóvember á Hótel Selfossi. Þær búðir eru ætlaðar þeim sem misstu af alþjóðlegu móti (EM og NM) vegna Covid-19.  Stefnt er á 1-2 aðrar skákbúðir eftir áramót þar sem fleiri fá tækifæri til að vera með.

Styrktarsjóður SÍ

Unnið er að stofnun styrktarsjóðs SÍ sem ætlað er að styrkja skákmenn á skákmót og góð verkefni. Öll áskriftargjöld SÍ verða lögð inn í sjóðinn og munu því alfarið renna í styrki til skákmanna og í verkefni með áherslu á æskulýðs-, kvenna og landsbyggðarstarf. Áskriftargjöld verða 5.000 kr. per einstakling og verður valgreiðsla send í netbankann fyrir mánaðarmótin okt/nóv.

Reglur sjóðsins eru í vinnslu og verða gefnar út í október.

Kveðja,
Stjórn SÍ