Stjórn SÍ fór yfir mótamál Skáksambandsins um helgina. Áformað er að því að hafa Íslandsmót ungmenna og Íslandsmót barna- og unglingasveita sömu helgi og er þá horft til 28.-29. nóvember eða 5.-6. desember. Unglingameistaramót Íslands (u22)/Meistaramót Skákskólans verður sett á dagskrá eins fljótt og auðið.
Friðriksmót Landsbandsbankans og Íslandsmótið í atskák munu fara fram í desember og verður fyrirkomulag þeirra móta aðlagað að sóttvarnareglum sem í gildi eru á þeim tímapunkti.
Nokkrir alþjóðlegir netviðburðir eru á dagskrá í nóvember og desember og má finna upplýsingar um þá í dagskránni auk þess sem sumir þeirra verða nánar kynntir þegar formlegt boðsbréf berst.
Fyrirhuguð mótadagskrá Skáksambandsins til áramóta er sem hér segir:
- 4ja landakeppni ungmennaliða (u16) í netskák (21. nóvember) – boðsbréf væntanlegt
- Íslandsmót ungmenna (u8-u16) – (28. nóvember eða 5. desember)
- Íslandsmót barna- og unglingasveita (u16) – (29. nóvember eða 6. desember)
- Unglingameistaramót Íslands u-22/Meistaramót Skákskólans (stefnt á 5.-6. desember – eða síðar í desember)
- HM ungmenna í netskák – undanrásir fyrir Evrópu (7.-9. desember) – sjá nánar: http://www.world2020.ge/
- Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák (12. desember)
- Norðurlandamót stúlkna í netskák (12.-13. desember) – boðsbréf væntanlegt
- EM taflfélaga í netskák – kvennaflokkur (19.-22. desember) – sjá nánar: https://www.europechess.org/european-online-womens-club-cup-regulations/
- Íslandsmótið í atskák (26. og 27. desember)
- Íslandsmót öldunga (26. og 27. desember) – hluti af Íslandsmótinu í atskák
Þessi mótaáæltun getur að sjálfsögðu tekið breytingum og fyrirkomulag mótanna verður í samræmi við sóttvarnarreglur hverju sinni.