Fulltrúar Íslands á EM ungmenna í netskák. Mynd: GB

Skáksamband Íslands hefur stofnað Styrktarsjóð Skáksambandsins. Honum er ætlað til að styrkja skákmenn til að sækja skákmót erlendis og góð verkefni innanlands með sérstakri áherslu á æskulýðs-, kvenna- og landsbyggaðarstarf.

Reglur sjóðsins má finna hér.

Hin árlegu áskriftargjöld Skáksambandsins, sem eru óbreytt frá fyrra starfsári, kr. 5.000, hafa verið stofnuð sem valgreiðsla í netbankanum. Þau eru send til allra skákmanna, 18 ára og eldri, sem eru í félagagrunni skákmanna. Þau munu alfarið renna í Skákstyrktarsjóðinn.

Mikilvægi Styrktarsjóðsins er mikið á þessum tímapunkti þegar farið er að sjást í ljósið í enda ganganna. Efnilegir skákmenn á öllum aldri hafa ekki fengið tækifæri til að sækja alþjóðleg skákmót í um ár. Sterkur sjóður mun gera Skáksambandinu enn frekar kleift að styðja við skáklífið að miklum krafti.

Við hvetjum alla skák- og skákáhugamenn til greiða áskriftargjöldin og styðja um leið við mjög öfluga viðreisn íslensks skáklífs að loknu kófi!

Hægt er að velja aðrar fjárhæðir með því leggja beint inn á reikning, 114-26-58026, kt. 580269-5409.

Stjórn Skáksambands Íslands