Evrópuundanrásir HM ungmenna í netskák hefst í dag. Teflt er í 5 aldursflokkum, í opnum flokki og kvennaflokki, og sendir Ísland 14 keppendur til leiks. Boðið verður upp á beinar útsendingar í umsjón Björns Ívars og Ingvars Þór. Taflmennskan hefst kl. 15. Í dag eru tefldar tvær fyrstu umferðirnar af sjö. Timamörk eru 10+3.

Fulltrúar Íslands eru: 

U10: Jósef Omarsson, Sigurður Páll Guðnýjarson, Birkir Hallmundarson, Guðrún Fanney Briem og Þórhildur Helgadóttir.

U12: Tómas Möller og Katrín María Jónsdóttir

U14: Benedikt Briem, Gunnar Erik Guðmundsson, Batel Goitom Haile og Iðunn Helgadóttir

U16: Kristján Dagur Jónsson

U18: Vignir Vatnar Stefánsson og Alexander Oliver Mai.

Heimasíða mótsins