Íslandsmót stúlknasveita fór fram laugardaginn, 25. janúar í skákhöllinni í Faxafeni 12. Tveir flokkar voru tefldir í Friðrikssal TR en yngsti flokkurinn í húsnæði Skákskólans.
17 sveitir frá níu skólum tóku þátt. Rimaskóli vann sigur í yngsta og elsta flokki og Hvaleyrarskóli í miðflokki.
Yngsti flokkur (1.-2. bekkur)

Rimaskóli hafði mikla yfirburði. Sveitin hluti 12 vinninga af 12 mögulegum! Landakostsskóli varð í öðru sæti og Lindaskóli í því þriðja.


Miðflokkur (3.-5. bekkur)

Hvaleyrarskóli vann sigur eftir spennandi baráttu. Landakotsskóli varð í öðru sæit og Kársnesskóli í því þriðja.
Sveit Hvaleyrarskóla skipuðu: Katrín Ósk Tómasdóttir, Sigurrós Hansen Bjarkadóttir og Emilía Klara Tómasdóttir.



Elsti flokkur (6.-10. bekkur)
Rimaskóli vann sigur eftir spennandi baráttu við Hörðuvalla/Kóraskóla. B-sveit Rimaskóla varð í þriðja sæit.



Skákstjórar voru Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Daði Ómarsson, Auðbergur Magnússon, Hrund Hauksdóttir og Iðunn Helgadóttir.