Stjórn Skáksambandsins á fundi. Mynd: KÖE

Stjórn Skáksambands Íslands hélt stjórnarfund á Zoom, í gær þar sem farið var yfir nýjar sóttvarnarreglur SÍ.

Nýjar reglur breyta litlu fyrir skákhreyfinguna, sem miðar sem fyrr við reglur sem gilda um ÍSÍ, frá því áður var. Í reglunum, sem gilda til 12. janúar, segir að íþróttakeppnir barna og fullorðna séu óheimilar. Skáksambandið mun ekki standa fyrir neinu mótahaldi í raunheimum á meðan þessar reglur gilda.

Æfingar fyrir börn og unglinga eru sem fyrr heimil og nú eru heimilar æfingar afreksmanna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/09/COVID-19-Tilslakanir-vegna-ithrottastarfs/

Íslandsmótið í atskák fer fram á netinu 26. og 27. desember.  Undanrásir fara fram fyrri daginn og efstu 7 keppendur ásamt Íslandsmeistaranum frá 2019 tefla í úrslitakeppni. Nánara fyrirkomulag kynnt fljótlega.

Rætt um skákstarfsemi í janúar. Til athugunar er að standa fyrir skákbúðum, sem Covid-styrkur frá menntamálaráðuneytinu fékkst fyrir, 8.-10. janúar nk., ef reglur heimila. Til athugunar er einnig að halda Íslandsmót barna- og unglingasveita 2020, 15. janúar nk. ef það verður heimilt.

Kveðja,
Stjórn SÍ