Úrslitakeppni Íslandsmótsins í atskák fór fram á Tornelo-skákþjóninum í gær. Svo fór að Hjörvar Steinn Grétarsson vann sigur á mótinu. Hans fjórði Íslandsmeistaratitill á árinu og alla hefur hann unnið heiman frá sér! Hjörvar vann Guðmundur Kjartansson í úrslitum, Jóhann Hjartarson í undanúrslitum og Vigni Vatnar Stefánsson í átta manna úrslitum.

Jóhann og Arnar E. Gunnarsson urðu jafnir í 3.-4. sæti.

Mótstaflan

Aukaverðlaunahafar

Aukaverðlaunahafar urðu sem hér segir: Fengu 10.000 kr. úttekt hjá Heimiltækjum eða Tölvulistanum.

  • Kvennaflokkur – Lenka Ptácníková
  • Öldungaflokkur (+65) – Áskell Örn Kárason
  • Unglingaflokkur (u16) – Benedikt Briem
  • Unglingaflokkur (u12) – Guðrún Fanney Briem
  • Stigaverðlaun (2001-2200) – Alexander Oliver Mai
  • Undir 2000 – Gunnar Freyr Rúnarsson

Mótin á Tornelo

Skákir mótsins

 

Skáksjónvarpið lét sig ekki vanta og voru Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson með beina lýsingu á meðan úrslitakeppninni stóð. Útsendingina má nálgast hér í tveimur hlutum.

Skákstjórar voru Gunnar Björnsson og Tómas Veigar Sigurðarson.