Undankeppni Íslandsmótsins í atskák fór fram í dag í Tornelo. Mótið var í senn sterkt og fjölmennt en 42 skákmenn tóku þátt og þar á meðal fjórir stórmeistarar. Sjö efstu menn komust í úrslit og á morgun bætist Guðmundur Kjartansson í hópinn en hann er núverandi Íslandsmeistari í atskák og fær rásnúmerið 1. Önnur rásnúmer fara eftir úrslitum undankeppninnar.

Röð efstu manna

Lokastaðan á Chess-Results

Teflt eftir útsláttarfyrirkomulagi. Bein lýsing verður í boði Heimilitækja og Tölvulistans í umsjón Björns Ívars og Ingvars Þórs.

Í úrslitum verður tefldar tvær skákir 10+3. Verði jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem hvítur fær 5 mínútur en svartur 4 mínútur en dugar jafntefli. Sá sem hefur lægra rásnúmer ræður lit.

Í átta manna úrslitum (sá fyrrnefndi hefur hvítt í fyrstu)

  1. Alexander Oliver Mai – Guðmundur Kjartansson (sigurvegari fær rásnúmer 1)
  2. Hjörvar Steinn Grétarsson – Vignir Vatnar Stefánsson (sigurvegari fær rásnúmer 2)
  3. Bragi Þorfinnsson – Jóhann Hjartarson – (sigurvegari fær rásnúmer 3)
  4. Arnar Gunnarsson – Davíð Kjartansson  (sigurvegari fær rásnúmer 4)

Undanúrslit (sá fyrrnefndi hefur hvítt í fyrstu skák)

  1. 1-4
  2. 3-2

Í úrslitum verður dregið hvor fær hvítt í fyrstu skák og um lit í bráðabanaskák.