Íslandsmótið í atskák fer fram á Tornelo-skákþjóninum 26. og 27. desember nk. Á annan dag jóla (laugardagur) verða tefld 7 umferða undankeppni þar sem sjö efstu menn komast í útsláttarkeppni sem tefld verður á þriðja í jólum (sunnudagur). Þar bætist einnig í hóp keppenda Íslandsmeistarinn í atskák, Guðmundur Kjartansson.
Undankeppnin
Teflt á Tornelo (tengill á mót)
Hefst laugardaginn, 26. desember kl. 13:00.
Sjö umferðir eftir svissneska kerfinu.
Tímamörk verða 10+3.
Sjö efstu eftir oddastigaútreikning* komast í útsláttarkeppni. Birt lokastaða í Chess-Results gildir.
Keppendur þurfa að vera á Zoom (hljóði og mynd) allan tímann. Annars geta keppendur fyrirgert rétti sínum á að komast í útsláttarkeppnina.
Engin þátttökugjöld!
Skráningafrestur er til kl. 11, 26. desember.
Úrslitakeppni
Átta keppendur taka þátt. Íslandsmeistarinn í atskák 2019 tekur rásnúmerið 1 en að öðru leyti taka keppendur rásnúmer í samræmi við úrslit í undankeppninni. Sá efsti nr. 2 o.s.frv.
Í átta manna úrslitum mætast 1-8, 2-7, 3-6 og 4-5. Í undanúrslitum mætast sigurvegari í viðureign 1-8 sigurvegaranum í viðureign 4-5. Dregið verður um liti í fyrstu skák úrslitaviðureigna í lok undankeppni.
Keppendur þurfa að vera á Zoom (hljóði og mynd) allan tímann og deila skjá. Annars geta keppendur fyrirgert rétti sínum á verðlaunum.
Tefldar verður 2 atskákir með tímamörkunum 10+3. Verði jafnt verður tefldur bráðabani**.
Verðlaun
- 100.000 kr.
- 50.000 kr.
- 25.000 kr.
- 25.000 kr.
- Bókaverðlaun***
- Bókaverðlaun
- Bókaverðlaun
- Bókaverðlaun
Veitt verða aukaverðlaun (10.000 kr. inneign hjá Heimilstækjum eða Tölvulistanum) fyrir bestan árangur í eftirfarandi flokkum
- Kvennaflokkur
- Öldungaflokkur (+65)
- Unglingaflokkur (u16)
- Unglingaflokkur (u12)
- Stigaverðlaun (2001-2200)
- Undir 2000
Þar sem atskákstig eru fremur ómarktæk hérlendis verður miðað við kappskákstig í stigaverðlaunum. Sömuleiðis verður notast við kappskákstig við pörun í undankeppninni.
Nánari mótsreglur****
—————————
*Oddastig
- Bucholz Cut 1
- Bucholz
- Innbyrðis úrslit
- Flestar unnar skákir
- Hlutkesti
**Bráðabani
Hvítur hefur 5 mínútur gegn 4 mínútum svarts. Svörtum dugar jafnteflis til sigurs til að komast áfram. Sá sem er með lægra rásnúmer ræður hvort hann hafi hvítt eða svart.
*** Bókarverðlaun (valkostir)
- Skákævisaga Friðriks Ólafssonar eftir Helga Ólafsson
- Einvígi allra tíma eftir Guðmund G. Þórarinssonar
- Ársáskrift af New In Chess.
****Nánari mótsreglur
- Athugið að vera búnir að tengjast við Zoom eigi síðar en kl. 12:40 báða dagana.
- Skákstjóri getur sett klukkur í gang einni mínútu eftir að umferð hefur sett í gang – hafi keppendur ekki sjálfir hafið taflmennsku.
- Menn bera ábyrgð á eigin nettengingum og því ef þeir missa samband við netið eða Tornelo. Klukkan verður ekki stöðvuð í slíkum tilvikum nema að skákstjóri ákveði annað
- Tekið verður 10 mínútna hlé eftir fjórar umferðir.