Emilía, Guðrún Fanney, Iðunn, Þórhildur og Batel. Arna Dögg teflir fyrir norðan.

Norðurlandamót stúlkna í netskák fór fram á netinu um helgina. Sex íslenskar stúlkur tóku þátt í yngsta flokknum (u13). Iðunn Helgadóttir varð þeirra efst og endaði í 5.-9. sæti 20 keppenda með 3 vinninga að loknum umferðunum fimm.

Batel Goitom Haile og Guðrún Fanney Briem hlutu 2 vinninga, Emilía Embla B Berglindardóttir og Þórhildur Helgadóttir fengu 1 vnninga en Arna Dögg Kristjánsdóttir náði sér ekki strik og fékk ekki vinning.

Arna Dögg teflir frá Akureyri!

Lisseth Acevedo Méndez var liðsstjóri stelpana um helgina og stóð sig vel!

Allar skákir helgarinnar má finna hér: https://lichess.org/swiss/ZF6FkrD3

Næsta NM stúlkna fer vonandi fram í raunheimum í Bergen á næsta ári.