Stjórn SÍ við upphaf sína fyrsta fundar. Á myndina vantar Veroniku Steinunni.

Stjórn SÍ hittist á stjórnarfundi á Zoom 5. janúar 2021. Fyrr í dag var eftirfarandi upplýsingapóstur sendur til taflfélaga landsins.

—————

Kæru forystumenn skákfélaga.

Gleðilegt ár með þökkum fyrir hið liðna!

Stjórn SÍ hittist á stjórnarfundi 5. janúar sl.

Fundargerðir SÍ og þ.m.t. nýjustu fundargerðina má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

 Helstu niðurstöður stjórnarfundur 5. janúar sl.

  1. Mótahald framundan
  • Það er stefnt á Íslandsmót barna- og unglingasveita 16. janúar ef reglur heimila. Mótið gæti verið tví- eða þrískipt og gæti verið boðað með aðeins 4 daga fyrirvara.
  • Skákbúðir fyrir ungmenni verða boðaðar við fyrsta tækifæri. Til skoðunar að halda Unglingameistaramót Íslands samhliða.
  • Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur. Stefnt er á 23. eða 30. janúar ef reglur heimila.
  • Íslandsmót skákfélaga.  Er á dagskrá 7.-9. mars. Skoðað betur þegar nær dregur.
  • Önnur mót á bið í bili.

2. EM einstaklinga – Reykjavíkurskákmótið

Forseti hefur verið í samskiptum við stjórn ECU. Tveir möguleikar virðast vera í stöðunni. Maílok eða í haust. Stefnan er sett á að halda mótið í ár – með eða án EM. Nánar rætt á næsta fundi

3. Boðssæti á Heimsbikarmótið

FIDE hefur gefið út að Ísland fái boðssæti á Heimsbikarmótið í skák sem er á dagskrá í Sochi síðsumars/haust. Tilkynna þarf fulltrúa SÍ eigi síðar en 5. júní nk. Ákveðið var að keppt verður um sætið. Fyrirkomulag ákveðið síðar.

Kveðja,
Stjórn SÍ