Barna- og unglingastarf í skák er nýhafið eða rétt að hefjast hjá skákfélögum landsins. Skák.is hefur safnað upplýsingum um starfsemina í vor sem finna má hér að neðan. Nánari upplýsingar má finna svo finna í tenglum hjá viðkomandi skákfélögum.

Landssambönd

Skáksambands Íslands

Heldur regluleg Íslandsmót og mun bjóða upp á Skólanetskákmót Íslands í vetur. Upplýsingar um mót SÍ má finna á skak.is og hjá skákfélögunum.

Nánar á skak.is. 

Skákskóli Íslands (Faxafeni 12)

Boðið er upp grunnnámskeið á laugardögum kl. 12:15. Einnig er boðið upp á stelpunámskeið á mánudögum kl. 17 í Breiðabliksstúkunni. Skákskólinn er svo með framhaldsnámskeið fyrir þá sem eru lengra komnir.

Nánari á heimasíðu Skákskólans.

Höfuðborgarsvæðið

Taflfélag Reykjavíkur (Faxafeni 12)

Boðið er upp á fjölbreytta starfsemi á laugardögum. Manngangskennslu, byrjendaæfingar og  stúlknaæfingar. Í miðri viku eru svo framhalds- og afreksflokkar.

Nánar á heimasíðu TR.

Skákdeild Breiðabliks (Glersalurinn við Breiðabliksvöll)

Boðið er upp á æfingar fyrir 1. bekk og yngri, 2.-3. bekk og 4. bekk og eldri. Auk þess eru sérstakar afreksæfingar og framhaldsflokkar. Æfingar eru alla virka daga og er æfingaframboð það mesta á Íslandi eða 15klst á viku.

Nánar á heimasíðu Breiðabliks. 

Skákdeild Fjölnis

Skákæfingar Fjölnis alla fimmtudaga í Rimaskóla frá kl. 16.30-18.00. Æfingarnar eru í samstarfi við Skákskóla Íslands og ætlaðar öllum börnum og unglingum á grunnskólaaldri. Æfingarnar eru ókeypis. Skákkennsla, skákmót, verðlaun og veitingar.

Nánar á Facebook-síðu Fjölnis

Skákdeild KR (KR-heimilið)

Boðið er upp á æfingar á sunnudögum kl. 11. Manngangskennslu á milli 12:30-13:00.

Nánar á Facebook.

Taflfélag Garðabæjar (Flataskóla)

Taflfélag Garðabæjar er með æfingar fyrr börn í 1.-3. bekk kl. 15-16 á föstudögum og fyrir 4-7 bekk kl. 16-17.  Æfingarnar eru í Flataskóla, stofu 114.

Nánar á Facebook. 

Víkingaklúbburinn (Víkingsheimilið)

Boðið er upp á æfingar fyrir 14 ára og yngri alla mánudaga á milli 17:15-18:30.

Nánar á Facebook.

Landsbyggðin

Skákfélag Akureyrar (íþróttahúsið – norðursalur)

Boðið er upp á æfingar á mánudögum fyrir yngri börn og byrjendur, fyrir framhaldsflokk á þriðjudögum og föstudögum og opinn tími fyrir báða flokka á miðvikudögum. Mánudagsæfingin er kl. 17.30 og hinar æfingarnar kl. 16.00. Hver æfing stendur í 90 mínútur.

Nánar á heimasíðu SA.

Skákfélags Selfoss og nágrennis (Fischersetur)

Boðið er upp á námskeið í samvinnu við SSON og Fischersetur er á laugardögum kl. 11-12.30 í Fischersetri.

Nánar á heimasíðu SSON.

Taflfélag Vestmannaeyja (Heiðarvegi 9 – skákheimili TV)

Boðið er upp á æfingar á mánudögum og fimmtudögum.

Opin æfing fyrir alla sem vilja kl 16:30 – 17:30.

Æfing fyrir lengra komna kl 17:45 – 18:45.

Nánar á Facebook