Dagana 13., 14. og 20. febrúar sl. fór fram skákdómaranámskeið á netinu á Zoom til landsdómararéttinda (NA) á vegum skákdómaranefndar Skáksambands Íslands. Fyrirlesari var Kristján Örn Elíasson, alþjóðlegur skákdómari og formaður skákdómaranefndar SÍ.

Námskeiðið var vel sótt og á meðal þátttakenda voru þrjár landsliðskonur í bland við reynslubolta og nýliða.

Leyfisskráðir skákdómarar sem sátu námskeiðið (skv. lista FIDE 22. feb. 2021):

 • Róbert Lagerman, alþjóðlegur skákdómari og ritari skákdómaranefdar SÍ
 • Áskell Örn Kárason NA
 • Halldór Grétar Einarsson NA
 • Hermann Aðalsteinsson NA
 • Hörður Jónasson NA

Nýir landsdómarar (NA):

 • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 2303108
 • Lenka Ptacnikova 305650
 • Liss Acevedo Méndez 6502938
 • Pálmi Ragnar Pétursson 2302136
 • Oddgeir Ágúst Ottesen 2306816
 • Þorsteinn Magnússon 2315874
 • Kristófer Gautason 2302098
 • Alexander Gautason 2302063
 • Auðbergur Magnússon 2303787
 • Gunnar Freyr Rúnarsson 2301768
 • Aðalsteinn Thorarensen 2304384
 • Sæmundur Einarsson 2320584
 • Guðgeir Jónsson FIDE ID 2319942
 • SæÞór Sæmundarson* 2319845 (*undir 16 ára og fær leyfisskráningu síðar)