Stjórn SÍ við upphaf sína fyrsta fundar. Á myndina vantar Veroniku Steinunni.

Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ í gær.

————–

Kæru forsvarsmenn skákfélaga.

Eins og þið eflaust vitið tóku nýjar sóttvarnareglur gildi í gær (https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=45819eab-99a5-45b1-890c-2fdb04bc7610) sem þýðir að allt skákstarf í raunheimum leggst af í þrjár vikur en í nýrri reglugerð segir meðal annars:

Íþróttir, þar með taldar æfingar og keppnir, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utan­dyra, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.

Stjórn SÍ hélt stjórnarfund í fyrradag, þ.e. áður en nýjar reglur tóku gildi.

Fundagerðir SÍ og þar á meðal nýjustu fundargerðina má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/.

Þar var meðal annars rætt um Skákþing Íslands (sem átti að hefjast næsta þriðjudag en hefur verið frestað), EM einstaklinga og Íslandsmót skákfélaga.

Íslandsmót skákfélaga

Nýlega var send könnun til þátttökuliða Íslandsmóts skákfélaga. Þar kom fram mikill vilji flestra þátttökuliða að freista þess að klára síðari hlutann. Niðurstaða könnunar var sem hér segir:

Deild Tefla Hlut-leysi Aflýsa Ekkert svar Svar-hlutfall
1. deild 7 0 1 2 80%
2. deild 3 0 2 3 63%
3. deild 9 2 0 3 79%
4. deild 11 1 2 3 82%
Samtals 30 3 5 11 78%

 

Ákveðið var að stefna að því að halda keppnina í öllum deildum helgina 14.‒16. maí. Sú von byggist á því að sóttvarnarreglur hafi breyst verulega frá því sem nú er.

Verði færri en 50 leyft að koma saman má gera ráð fyrir keppninni verði aflýst.

Verði leyfður hámarksfjöldi 50 manns er gert ráð fyrir að keppni fari einungis fram í 1. og 2. deild en verði aflýst í 3. og 4. deild.

Verði hámarksfjöldinn aftur á móti í 100 eða meira er gert ráð fyrir að keppni fari fram í öllum deildum umrædda helgi.

Áformað er að taka endanlega ákvörðun um síðari hlutann þegar núverandi reglur renna út, þ.e. í kringum 15. apríl nk.

Aðalfundur SÍ

Rætt var um að stefna að aðalfundi SÍ 29. maí næstkomandi en endanleg ákvörðun um dagsetningu verður tekin síðar.

Kveðja,
Stjórn SÍ